Ný sumargjöf - 01.01.1860, Page 45
45
samníng við djöfulinn, sem kom til hans í grámúnks-
líki (Mephistofeles). Skildi Faust það á, að djöfullinn
þjónaði honum í öllu og Ieti hann fá allt það er
hann vildi hönd til rétta í 24 ár, en er þau 24
væru liðin skyldi hann vera djöfuisins (æfinleg) eilíf
eign. þannig segir frá um þennan þjdðverska doktor
Faust, en í Póllandi er önnur lík saga og er hún
töluvert eldri. þessi saga er af póllenzkum manni,
sem hjet Pan Tvardovski (Pan þýðir herra). Hann
átti heima í Kraká, sem áður var höfuðborg Póllands-
konúnga. þessi doktor var fróður í öllum vísindum
og allskonar fjölkynngi, en þóttist þó aldrei kunna nóg
og leiddist svo að síðustu til að gjöra samníng við
djöíulinn þá fekk hann alla hluti að vita og lifði
á allskonar veraldlegri sælu og hvert skipti, sem hann
girntist eitthvað fekk hann það jafnan samstundis.
Allt fram að þessu ber báðum sögunum saman og
og virðist því engin hæfa vera til. að sagan um Faust
sð einber múnkalygi. En hitt er líkara að sögur
þessar hafi, bæði í Póllandi og þýzkalandi myndazt í
hugsunarhætti þjóðanna um ofdrainb mannlegrar vizku
er eigi skeytir Guði og vefður svo að sæta rjettlátri
hegníngu Drottins, eins og Adam, þegar hann Ijet
höggorminn tæla sig til eta af skilníngstrðnu góðs og ills.
Lagsmaður minn þagnaði nú snöggvast og tók
svo aptur til raáls og sagði: Nú skulið þer heyra. að
sagan um póllenzka doktorinn endar allt öðruvísi. en
sagan um Faust, því Faust hafði samið við djöfulinn.
hreint og beint. að hann mætti eiga í ser hvort beinið
að 24 ára fresti og þætti inðr það inikil heimska af