Ný sumargjöf - 01.01.1860, Síða 51
51
átt í einhverjum deilum við lángafa lángafa hans, og
enginn mundi eptir því nema barúninn einn.
Barúninn átti eina dóttur barna; en það er opt
íarið svo með einbirnin, að þau eru gerð að undri,
og svo var einnig gert við barúnsdótturina. Allar
barnfóstrur, kjaptakerlíngar, frændur og frændkonur
gengu í skrokk á barúninum og hðldu hrókaræður út
af því, hversu dæmalaus mannkosta-kvennprýðis-sóma-
gæddur kvennmaður dóttir hans væri, enda var þetta
fólk líklegast til að vita hvað það saung. Tvær eld-
gandar og óspjallaðar meyjar ólu upp stúlkuna; þær
voru skyldar heimi, og höfðu verið nokkur ár við
einhverja þjóðverska hirð; kunnu þær því til alls þess
sem útheimtist til að uppala únga mev, og voru spreng-
lærðar í öllu námi til munns og handa. |>etta sannað-
ist og á úngfrúnni litlu; hún varð að hreinu undri í
höndunum á frændkonunuin sínum; átján vetra kunni
hún alls konar saum, kross-saum og pellsaum og
blómstursaum, þræðíng og fastastíng og gatasaum og
alls konar glitvefnað; hún óf og saumaði lielgra manna
sögur í dúka og dýrindis lín, og það var svo hiinin-
Ijómandi fallegt, að mönnum lá við að hníga niður af
að horfa á það. Hún var líka allvel læs, og svo
skrifaði hún eigi öðru vísi en það, að hún sveiílaði
pennanum einusinni í hríng, og þá var nafnið hennar
komið í einu vetfángi eins og stjörnuhrap á pappírinn.
Hún dansaði svo dillandi, að enginn gat setið kyrr,
sem á horfði; og svo listilega lðk hún siinfón og
salteríuin, að allt varð á rjúkandi ferð og flugi, og
4