Ný sumargjöf - 01.01.1860, Síða 55
55
sem á henni var, er hún skyldi nú eiga að fá að sjá
þann mann í fyrsta sinn, sem hún átti að njóta, gerði
hana enn fegri og sveipaði hana dýrðarsætu yndi.
Barúninn var eigi iðjulaus heldur; hann brokkaði
um alla höllina eins og gaddakríngla, og var allur á
þönum og hjólunu Hann kallaði á þjónana, sem voru
að verki sínu, hðlt fyrir þeim skarpa áminníngarræðu
um að vera vel að, og tafði þá frá vinnunni með
prðdikunum.
Nú var von á greifasyninum á hvorri stundu ;
það var búið að slátra alikálfi, sem var undan nafn-
frægum graðúngi, sem átti jafnvel stærri ættbálk en
barúninn sjálfur; veiðimenn höfðu farið út á skóg að
veiða dýr og fugla, svo eigi var kvikt eptir á mörk-
inni; eldhúsið var fullt af drepnum dýrum, og Rínar-
vínið var farið að hvítfyssa útúr opnuðum ámunum.
en brimlöðrandi bjór-boðarnir hræddu allt fólkið með
hvumleiðum dýnkjum.
Er svo eigi þar um að orðlengja, að allt var
tilbúið; menn vonuðust eptir brúðgumanum, því hinn
ákveðni tími var kominn; en brúðguminn kom eigi.
Og tíminn leið, og brúðguminn kom eigi að heldur.
Nú var komið sólarlag — kvöldgeislarnir leiptruðu
gullrauðir á iðgrænum laufum skógarrunnanna, og
sveipuðu fjallatindana purpuralegum ljóma; en það
tjáði eigi, náttúrublíðan gat eigi komið brúðgumanum
til þess, að ríða heim í hlaðið barúnsins. Barúninn
fór upp á hæsta tind hallarinnar, og sat þar eins og
hrafn á hjallbust til þess að vita, hvort hann eigi sæi
til tengdasonarins, sem átti að verða. Kvöldgusturinn
í
'•i