Ný sumargjöf - 01.01.1860, Side 56
56
bar hornaþyt utan úr dalnum og upp að höllinni —
riddaraflokkur þeysti upp að fjallshlíðinni, en það var
eigi brúðguminn; það sneri úr leið og fór framhjá.
Sólin hvarf fyrir fjallsbrúnina, og leðurblökurnar komu
fram, og flögruðu til og frá í rökkurdimmunni.
I>annig stóð nú á í barúnshöllijini; en um sama
leyti urðu aðrir atburðir úti á Frekavángi.
Greifinn af Háborg var á leiðinni til brúðarinnar,
og mátti fremur segja hann lðti ser hægt, sem eigi
var furða, því hann þekti eigi unnustuna, og gilti einu
hvort hann var giptur eða ógiptur; hann fór einúngis
að vilja foreldranna, og hugsaði hvorki utn brúði ne
bú. í borg nokkurri, er Trenta heitir, hitti hann vin
sinn, er Hermann het; höfðu þeir barizt saman í
orrustum og dugað hvorr öðrum vel, því að báðir voru
hinir beztu riddarar. Faðir Hermanns bjó í riddara-
borg einni eigi alllángt frá barúninum; en þeir voru
fjandur fyrir þá sök, að forfeður þeirra höfðu elt grátt
silfur fyrir mörguni liundruðum ára, og sættist barún-
inn aldrei við nokkurn mann, ef svo stóð á. Höfðu
þeir nóg hvorr öðrum frá að segja, þeir Hermann, því
að margt hafði á dagana drifið, síðan seinast sáust
þeir; þar sagði Hermann frá höggnum skjöldum og
klofnum hjálmum, og hversu hann hefði margan
berserksbúk brynju flett ag frægð getið; en greifinn
sagði honum aptur frá, að nú ætti hann að eignast
meyju, er hann aldrei hefði sðð; kvaðst hann þó
hyggja gott til ráðahagsins, því rnikið væri af konefn-
inu látið.
Svo stóð á, að Hermann átti samleið við greifann