Ný sumargjöf - 01.01.1860, Page 57
57
utn hríð, og skyldu þeir skilja fyrir neðan baráns-
höllina; riðu þeir því saman út úr borginni um raorgun-
inn; en greifinn skipaði svo fyrir, að fylgdarmenn sínir
skyldu leggja af stað um kvöldið, og ná þeim dag-
inn eptir.
Voru riddararnir nú komnir í fjall-lendið á Freka-
vángi, og riðu um þraungt dalverpi, er lukt var fjöll-
um beggja megin; þar uxu laufmiklar eikur í bjarg-
skorunum og mátti því eigi gjörla greina hvað þar
kynni að búa. En uin þær mundir voru vegir á
þjóðverjalandi eigi sem tryggastir, og sízt í afdöluin.
fyrir því að stroknir hermenn og riddarasveinar lögðust
mjög út og sátu fyrir ferðamönnum. Varð það nú til
tíðinda þar sem víða annarstaðar, að stigainenn stukku
upp úr leynum sínum og sóktu að riddurunum, en þeir >
vörðust drengilega, þótt þeir væri tveir einir, og drápu *
stigamenn drjúgum. En með því að engi má við
margnum, þá urðu riddararnir loksins ofurliði bornir;
en í sama bili komu sveinar greifans að, og þá lögðu
stigamenn á flótta. Var greifinn þá særður til ólífis,
og fluttur til bygða. Hermann fylgdist ineð honum,
því að hann vildi eigi við vin sinn skiljast á deyjanda
degi hans; var þá hin síðasta bæn greifans, að Her-
mann skyldi fara til barúnsins af Láðborg, og inna
allt sem gerst hafði, og hví hann eigi kæmi til unnust-
unnar. En fyrir þá sök, að bæn deyjanda manns þykir
merkari og meiri öðrum bænum, þá het Hermann því
er hann beiddist, enda þótt sá kali væri á milli ætt-
boganna, sern fyrr var getið. Var það og mikill
ábyrgðarhluti, að takást slíkan boðskap á hendur, er