Ný sumargjöf - 01.01.1860, Page 61
61
<1ðinn mælti í eyra Baldri, áður hann var á bál bor-
inn. Var mærin stundum rauð sem blóð, en stundum
bleik sem bast; var það sólinni bjartara, að hvort var
ástfángið í öðru; frændkonurnar stúngu því að þeim
er næstir sátu, að óslökkvandi ástarbruni hefði þegar
kviknað í hjörtum þeirra beggja, er þau hefðu augum
litist; og þann úrskurð mátti enginn vefengja, því að
hann var bygður á lángri reynslu og óyggjandi speki.
Sátu nú allir þar og átu og drukku og voru
glaðir. Var barúninn hinn kátasti og sagði frá öilum
hinum undarlegu atburðum, er gerst höfðu í ættinni;
mátti þar heyra margar skemtilegar historíur um finn-
gálkn og flugdreka, illþýði og apturgaungur og undur-
samlegar þjóðir, er riddararnir höfðu unnið á og getið
sðr af frægð og frama. Hlýddi allt boðsfólkið á þessar
sögur með alvarlegri eptirtekt; við og við kom barún-
inn og með snildarlega findni, og þá kvað við í
salnum af hlátri og gleði; tóku margir ser drjúgum
neðan í því af fögnuði yfir öllu því ágæti er þeir fengu
að lieyra. Varð gleðin nú smám saman almenn, og
varð ættíngjum barúnsis margt hnittið orð á munni,
þótt eigi kæmist slíkt í samjöfnuð við þann er snjall-
astur var hinna snjöllu.
Riddarinn einn var undarlega alvörugefinn, og
aldrei lagði hann glaðvært orð í með hinum; ágerðist
þessi alvara hans eptir því sem á kvöldið leið. Var
það því líkast, sem barúninn færðist í ásmegin, því
honum hafði aldrei tekist svo upp á æfi sinni fyr; en
sál riddarans söktist æ dýpra og dýpra í sjálfa sig;
var það auðsætt, að hugur hans var annarstaðar en