Ný sumargjöf - 01.01.1860, Side 64
64
Að því mæltu stð hann á bak; hesturinn þaut
með hann út í náttmyrkrið eins og stormbylur, og var
þegar horfinn.
Barúninn fúr aptur inn og sagði frá hvernig farið
hefði með þeim. Hðldu margir að þetta hefði verið
forynja eður svipur dáins manns; og þá liðu tvær
konur í ómegin. Loksins datt einum ættíngja bar-
únsins í hug, að þetta mundi reyndar hal'a verið brúð-
guminn, og hefði hann gert þetta til þess að reyna
hvernig brúðurin væri, en hefði eigi litist á blikuna.
þetta þótti barúninum allsennilegt, og reiddist
hann svo ákaflega, að við sjálft lá að hann mundi af
göflum gánga og sprínga. Hann bölvaði og ragnaði,
og var ekkert það blótsyrði og nafn hins illa fjanda
til, er eigi mátti þá heyra af hans munni; hann sór
við allt heilagt og allt andskotalegt, að hann skyldi
færa sifjaspillinum og föður hans hið grimmasta stríð
á hendur og ausa dynjandi örvadrífu yfir alla þeirra
eymdarkofa og bannsetta búka, svo sein hann tiltók.
Lðt barúninn þessa orrahríð gánga þar til er hann
sofnaði af þrevtu á stóli einum í höllinni; en hinir
iieldu áfram að gæða sðr á víni og mat, og sváfu
þeir, sem eigi komust í rúmið, þar í salnum um
nóttina á milli brotinna og hruninna bikara og skapt-
kera, sumir á bekkjunum, en sumir á gólfinu.
Leið nú næsti dagur, og var úngfrúin illa á sig
komin. Hún linnti eigi af gráti og harmatölum, og
kom eigi út úr herbergi sínu. par var hjá henni
önnur frændkona hennar, og leitaðist við að hafa ofan
af fyrir henni með öllu móti. Herbergið lá á móti