Ný sumargjöf - 01.01.1860, Qupperneq 67
67
við stein, og varð það þegar bjart sem silfur. |>á
hljóp barúninn á bak herfáki sínum; sá hestur var
kominn af Rispa þeim er Heimir átti, og bróðir var
Skemmíngs, er átti Viðga Velentsson. Var barúninn
ætíð vanur að lesa hátt ættbálk hestsins upp af rollu
mikilli, í hvort sinn er hann var kominn í söðulinn,
til þess að láta vita að hann riði eigi neinu flókatrippi
eður stóðmeri, og las hann nú einnig upp ættar-
rolluna.
En er barúninn var nýbúinn með lesturinn, þá
dundi hallarbrúin; riðu þar maður og kona heim í
hlaðið. Kvennmaðurinn stökk af baki og að barún-
inum, og lypti blæjunni frá andliti sðr. Var barúninn
þá eigi seinn að stökkva ofan, og fleygja ser í faðm
kvennmannsins, því þar var dóttir hans komin og sá
er hún unni einum manna og hafði gefið hjarta og
hönd. Riddarinn fór af baki, gekk til barúnsins, og
sagði til nafns síns. Var hann þá mjög ólíkur því,
er hann sat að brúðkaupinu fyrir skemmstu, því að nú
reið hann svanhvítum fáki, er klæddur var gullsaumuð-
um purpura, en sjálfur var hann prýddur hinum dýrð-
legasta riddaraskrúða; hann hafði gyltan hjálm á höfði
og hvítar fjaðrir af upp; hann var í rauðri skarlats-
skikkju gullsaumaðri og girtur silfurbelti; hekk þar
fðsjóður digur við beltið; sverð hðkk við hlið hans,
og hjöltun af mánakristall; sá steinn er á Indíalandi.
Urðu allir frá sðr numdir af þessum atvikum.
Hóf Hermann þar sögu sína er hann fann greif-
ann af Háborg, og innti frá öllu því er gerst hafði,
og hve vandasamt eyrindi hann hefði á hendur tekist
5*