Ný sumargjöf - 01.01.1860, Page 68
68
fyrir vin sinn á dánardægri hans, er var þaö, aö boða
lát hans, og snúa fögnuði margra manna í hrygð og
harma. I>á sagði hann frá því, er hann mátti eigi
mæla barúninn ináli fyrir sakir ákefðar hans, þar sem bar-
úninn hðlt hann vera tengdason sinn, og mátti eigi
snúast frá þeirri trú; þá sagði hann þar næst, að hann
hefði sðð meyjuna, og frá því augnabliki engu sinnt
nema því eina, að ná henni sðr til handa. pá fór
hann mörgum fögrum og snjöllum orðum uin hinn
forna fjandskap, er verið hafði á inillum ættar sinnar
og barúnsættarinnar; kvaðst hann hafa sðð það í hendi
sðr, að eigi mundi tjá að fara lögmæta leið, ef hann
hefði átt að fá ineyjarinnar, og því hefði hann numið
hana á brottu þannig, með því hennar ást til sín eigi
væri ininni en hans ást til hennar; kvaðst hann nú
vera giptur henni, og væri þau búin að sofa saman í
þrjár nætur.
Barúninn var agndofa, því nú voru allar hinar
gullvægu líísreglur hans fótum troðnar og einkis virtar.
Hann, sem aldrei sættist við nokkurn ættar-óvin; hann,
sem eigi þoldi, að útaf aðallegum reglum væri brugðið
í hinu minnsta — hann hlaut nú að beygja sig fyrir
því sem orðið var, og eigi varð aptur tekið. Hafði
dóttir hans þannig verið frá honum numin að honum
fornspurðum, og var nú orðin eiginkona þess manns,
er hann inundi aldrei hafa hana geíið. En með því
að nú varð svo að vera, og barúninum sýndist tengda-
sonur sinn fremur líkari manni en draugi, þá lðt hann
sðr það vel líka, og gengu þau öll inn í höllina; var
því næst sent eptir föður Hermanns riddara, og stofnuð