Ný sumargjöf - 01.01.1860, Page 69
69
dýrðleg veizla; sættist barúninn þar heilum sáttum við
hann fyrir hönd alls ættbogans, og var nú drukkið
festaröl af alvöru í ósviknum veigum; þar voru fram
bornir hinir dýrustu rðttir, er veröldin kunni að veita,
pipraðir páfuglar og alls konar alifuglar, drukkið
píment og klarent, súngið simfon og salteríum, organ
troðin og bumbur barðar og var allt sem á þræði
lðki; stóð sú veizla í heilan mánuð og luku allir upp
einum munni, að þar hefði ástin getið af sðr þrennt
gott: eytt illum fjandskap, samtengt mann og mey, og
veitt þann snæðíng, er uppi mun vera meðan öld lifir,
og lúkum vðr svo þessari sögu.
(Eptir Wash. Irwing).
RASMUS KRISTIÁN RASK.
XVask var borinn á Fjóni, árið 1787, og andaðist f
Kaupmannahöfn 1832. Hann hefur, ef til vill, verið
mestur allra málfræðínga, því hann kunni fimmtigi og
fimm mál og kunni þau öll betur en flestir aðrir.
Hann skygndist inn í hið dimma völundarhús túngn-
anna, sem felur í sðr sögu mannkynsins; og þótt
menn nú sð viknir frá skoðunum hans í mörgum
greinum, þá er eigi sannað, hvort menn viti allt
rðttara en hann, og inálfræðin á honum meira að »
þakka en nokkrum öðrum, þeim er á vorri öld hefir
uppi verið.