Ný sumargjöf - 01.01.1860, Síða 74
74
sem vfcr höfum eitthvað að þakka, til þess að minna
oss á hann, af því það er svívirðilegt, að gleyma
honum. En Íslendíngar hafa eigi gleymt Rask; þeir
inuna víst miklu betur eptir honum en sjálfir Danir,
og því er tilhlýðilegt, að inynd hans verði sem kunnust
á íslandi að auðið er; enginn útlendur maður hefir
betur skilið díf þjóðar vorrar, og hann var svo lángt
á undan sínum tíma í þessum hlut, að enginn erlendur
maður skildi þá hvað hann fór, eða vissi af honum
að segja. Hann er einn þeirra, sem hafa vakið túngu
vora til afls og blóma, og stuðt að því, að hún gæti
orðið það sem hún á að vera. Hann var sá, sem
skildi það, að túngurnar eru óaðgreinanlega sameinaðar
sögu þjóðanna, og því stendur ritað á minnisvarða
hans á íslenzkri túngu:
„Ef þú vilt fullkominn vera í þekkíngu, þá lær þú
allar túngur, en gleym þó eigi að heldur þinni
túngu.“
GÖFUGLYNDI.
i\_lmami Abdúlkader, konúngur yfir Fúta Terra, sem
er landareign í miðhluta Afríku, var einn af Múhameðs
áhángendum, eins og nafn hans bendir til. Hann var
mjög ákafur í aö útbreiða trú sína, og því opt óvandur