Ný sumargjöf - 01.01.1860, Side 75
75
að meðölum þeim, er hann brúkaði til þess. Eitt sinn
sendi hann, í því skyni, sendiherra til konúngsins yfir
Dschalaff, er het Daniel. Hann > fðkk sendiherranum
til fylgdar tvo hermenn, er hvor fyrir sig höfðu með
sðr stóran kníf, festan á lánga staung. J»egar sendi-
herrann var kominn til Daniels konúngs og hafði sagt
honum erindi sitt, bauð hann hermönnunum að sýna
jarteikni þau, er þeir höfðu með sðr. |>eir lögðu þá
báða knífana niður fyrir fætur Daniel konúngi, og
sendiherrann mælti á þessa leið: „með öðrum knífinum
ætlar Abdúlkader konúngur sjálfur að skera hár Daniels
konúngs, ef hann vill taka múhamedanska trú; en með
hinuin ætlar hann að skera höfuðið af honum, ef hann
ekki vill taka hana. Kjósið nú herra konúngur.“
Daniel konúngur svaraði þurrlega: „eg þarf alls
ekki að kjósa, því eg vil hvorki láta skera hár nð
höfuð af inðr;“ og er liann hafði þessu svarað, Iðt
hann sendiherran fara í friði.
Abdúlkader lðt ekki deigan síga, og óð þegar með
mikinn her inní lönd Daniels konúngs. En er þegnar
Daniels konúngs urðu varir við lið fjandmannanna,
flúðu þeir úr bæjum og þorpum, byrgðu eða ónýttu
alla brunna, földu vistir sínar, tóku einúngis það með,
er mest reið á, og yfirgáfu svo heimili sín. A þenna
hátt teygðu þeir Abdúlkader og herlið hans frá einum
stað til annars, þángað til hann var kominn þrjár
lángar dagleiðir inní lönd Daniel konúngs.
Abdúlkader hafði enn engri mótstöðu mætt, en
menn hans höfðu þjáðst svomikið af þorsta, að margir
þeirra voru að þrotum komnir eða dauðir á leiðinni.