Ný sumargjöf - 01.01.1860, Qupperneq 76
76
Hann sá því engin önnur úrræði, en að fara inní skóg
nokkurn, bæði til þess að hlífa mönnum sínum við
hinum brennandi sólarhita, og líka til að leita þar að
brunnum eða vatnslindum. Menn hans fundu vatn,
svöluðu þorsta sínum, og af því þeir voru yfirkomnir
af þreytu, lögðu þeir sig niður í skugga trjánna og
fóru að sofa. Daniel konúngur hafði látið halda
njósnum fyrir um lið fjandmanna sinna, og rððist nú
á þá í skóginum áður daga tók. Margir, sem enn
sváfu, tráðust undir af hestum Dschalaffs manna, margir
voru drepnir, þegar þeir ætluðu að forða sðr og flýja,
en meginpartur liðsins var tekinn hönduin. Meðal
þeirra, er handteknir vóru, var Abdúlkader sjálfur.
j>essi hinn ofmetnaðarfulli og óbilgjarni konúngur, er
fyrir mánuði síðan hafði sent ráðgjafa sinn með hótun-
um til Daniels konúngs. var nú sjálfur fjötrum bundinn,
leiddur frain fyrir hann og honum kastað á jörðina.
í staðinn fyrir að stíga á háls honum og reka spjót
sitt ígegnum hann, talaði sigurvegarinn til hans á þessa
leið: „Abdúlkader, svaraðu mðr uppá eina spurníngu;
ef svo hefði nú orðið, að eg hefði verið í sömu kríng-
umstæðum og nú ertú, hvað mundir þú þá hafa gjört
við mig?“ „Eg hefði rekið spjót mitt í hjarta þðr,“
svaraði Abdúlkader með alvörugefni og án þess að
hugsa sig um, „og eg veit að þú munir gjöra slíkt
hið sama við mig.“ „Nei,“ svaraði Daniel konúngur,
„spjót mitt er þegar nægilega roðið í blóði þegna
þinna, sein fðllu í bardaganum, og inundi valla verða
það betur, þó eg ræki það í hjarta þðr; ei heldur
mundu hinir eyðilögðu staðir í landi mínu verða skjótar