Ný sumargjöf - 01.01.1860, Page 77
77
byggðir upp aptur fyrir það, nð þeir, er líf sitt hafa
látið, öðlast það aptur. Eg vil því ekki drepa þig
með köldu blóði, fyrst þú komst lifandi í hendur mðr,
heldur mun eg hafa þig hðr sem þræl minn, þángað
til eg sð, að það er óhætt að senda þig heim aptur í
ríki þitt, og að þú framvegis ekki munir verða nágrönn-
um þínum of hættulegur; þá mun eg að nýju skoða
huga minn um, hvað eg á að gjöra við þig.“
Abdúlkader vánn nú þrælavinnu um hríð hjá
Daniel konúngi; en að þrem mánuðum liðnum, þegar
hann sá, að hrokinn í Abdúlkader mundi vera lækkaður,
lðt hann að bænum þegna Abdúlkaders, og gaf þeim
hann aptur heilann á hófi.
HUGSUNARLEYSI.
Theodósíus Grikkja keisari hinn ýngri settist að
völdum átta ára gamall, en systir hans Púlkería
gegndi hans vegna ríkisstörfum, og segja menn að
hún, sökum hugvits og annara mannkosta, hafi verið
vel til þess fallin.
Meðan Theodósíus var barn að aidri, ritaði hann
nafn sitt undir skjöl þau, er embættismenn hans lögðu
fyrir hann, án þess að grennslast eptir innihaldi þeirra,
og þegar hann var orðinn fulltíða maður, hðlt hann