Ný sumargjöf - 01.01.1860, Qupperneq 83
83
„Eg þekki það ekki,“ mælti konan, „og þú ert
sjónlaus. Fjöldi blóma og trjáa hefur fölnað í nótt,
dauðinn kemur bráðum og gróðursetur þau í nýjum
reit. j>ú veizt víst að hver tnaður á sitt lífstrð eða
sitt blóm, eptir því sem hverjum kann að vera háttað;
þau eru eins á að sjá og hver önnur jurt eða trð, en
hjartsláttur er í þeim öllum. Barnshjörtun bærast líka.
— Leitaðu eptir þessu, hver veit nema þú þekkir
hjartsláttinn barnsins þíns, en hvað gefurðu mðr til
þess að eg segi þðr, hvað þú enn framar skalt gera.“
„Eg á ekkert til að gefa,“ ansaði móðirin sorg-
bitna, „en eg skal ganga á heimsenda fyrir þig.“
„j>ángað á eg ekkert að sækja,“ svaraði konan,
„en þú getur látið mig fá svarta hárið þitt síða, þú
veizt sjálf að það er fallegt, og það á nú við mig,
eg skal láta þig fá hvíta hárið mitt. j>að er betra
enn ekki neitt.“
„Biðurðu ekki um meira?“ sagði hún, „það er
þer velkomið.“ Og hún fðkk henni fallega hárið sitt
og fbkk í staðinn hið snjóhvíta hár konunnar.
j>vínæst gengu þær inní hið mikla gróðrarhús
dauðans; þar uxu kynleg trð og blóm, hvað innanum
annað, þar stóðu fagrir hyasintar undir glerhjálmum,
þar stóðu og gildvaxnir pionar; þar uxu sæjurtir, og voru
sumar blómlegar en í sumum var ótímgun, vatnssnígl-
arnir hringuðu sig utanum þær og svartir krabbar
læstu sig utan að stofnunum. j>ar stóðu fagrir pálmar,
eikur, platanar, péturseljur og blómgað blóðberg; hvert
tré og hvert blóm átti sér nafn, hvert einstakt merkti
6*