Ný sumargjöf - 01.01.1860, Síða 87
87
FAÐIRINN.
(Eptir Björn8tjerne Björnson.)
£>órður hðt maður og bjó á Efra Ási og var einhver
hinn bezt megandi bóndi í sókninni, þarsem þessi saga
gerðist. Hann koin einn dag inní stofu prestins, fattur
og þurlegur. „Eg hef eignazt son,“ segir hann, „og
vil eg láta skýra hann.“ „Hvað á hann að heita?“
segir presturinn. „Finnur, í höfuðið á föður inínum.“
— „Og guðfeðginin?“ segir presturinn. J>órður nefndi
þau, það var ekki annað enn helztu menn og konur
þar í sveitinni, öll í sjálfs hans ætt. „Er það nokkuð
meira?“ segir presturinn og lítur npp. Bóndi stóð
stundarkorn og mælti: „Mðr þækti gott ef hann yrði
skýrður sðr.“ „Á rúmhelgan dag?“ segir klerkurinn.
„Næsta Laugardag um hádegi,“ segir bóndi. „Ekkert
frekara ?“ mælti prestur. „Ekkert frekara,“ svarar bóndi
og snýr húfunni einsog hann ætli að fara. |>á stóð
presturinn upp; „þetta enn fremur,“ segir hann, gengur
að ]>órði, tekur í hönd honum og horíir í augu honum,
„guð gefi að barnið þitt verði þðr til blessunar!“
Sextán árum síðar var |>órður í stofu prestsins.
„|>ú ber aldurinn vel, J>órður!“ segir presturinn; hann
sá engan mun á honum. „Eg er ekki heldur neinn
raunamaður,“ svarar J>órður. Prestur þagði, en þvínæst
segir hann: „Hverra erinda ertu kominn í kvöld?“
„1 kvöld er eg koininn sonar míns vegna,“ segir J>órður,
„það á að ferma hann á morgun.“ „Hann er efni-
legur piltur,“ inælti prestur. „Eg vildi ekki borga