Ný sumargjöf - 01.01.1860, Page 91
91
náttúru. ineð því ekkert í honum er kyrt eða stöðugt,
heldur í sífeldri breytíngu og rás. Surnir kalla guð
líka náttúruna.
Sólkerfi vort er svo lítið í samanburði við það
sem vér þekkjum af alheiminum, að það eins og hverfur
í lítinn púnkt; en vðr þekkjum það bezt, af því það
er næst oss, og af því ráðum vðr ýmsa hluti, þá er
snerta fjarra lieiina. Ver ætluin ekki að tala um það
hðr, nema að því leyti sem vðr hljótum að taka það
til skýríngar sumra hluta.
Menn hafa skipt himinhnöttunuin í flokka. og
kallað þá sólir, jarðir, túngl (hríngi), halastjörnur
o. s. fr. Jþessi skiptíng er raunar nauðsynleg, þegar
hún er skoðuð frá vissu sjónarmiði; en hún er í raun-
inni ekki rðtt nema að nokkru leyti. Sólirnar, sem
menn kalla líka „fastastjörnur", eru miðhnettir jarða
(og halastjarna), en jarðirnar miðhnettir túngla (og
hrínga). Er því auðsætt, að skiptíng þessi er bygð á
hinum sömu hlutum, því það stoðar eigi. að koma
fram ineð þá setníngu, að sólirnar sð sjálf-lýsandi, eða
hafi Ijós af sðr sjálfum, en jarðirnar þar á móti se
dimmir hnettir, og greini þetta hnettina í sundur; það
eru til diinmar sólir, sem ekkert sýnilegt ljós hafa,
eins og vðr munuin seinna sýna.
Ef vðr viljum rýna eptir upptökum heimsins, þá
stoðar eigi annað en fara eptir því, sem náttúran segir
sjálf frá, og hljóta inenn þá að yfirgeía sögu Móses
um sköpunina. I>að er allsherjar álit náttúrufróðra
manna, bæði stjörnumeistara og jarðíræðínga, að menn
hljóti að hugsa sðr eitthvert frumefni heimsins. sem