Ný sumargjöf - 01.01.1860, Qupperneq 94
94
íngum, en augað getur eigi fylgt því. Vðr megum
eigi láta blekkjast af þvf, að oss sýnist jörðin stór;
hún er stór í samanburði við oss; en í samanburði
við alheiminn er hún minni en sandkorn. Sólin er
svo stór, að ef hún væri hol innan, þá mundi jörðin
geta verið þar í miðjunni og túnglið runnið íkríngum
jörðina á óminnkaðri braut (í 50,000 mílna fjarska),
og væri þó enn lángt til sólarhvolfsins. Sólin er
fjórtán hundruð þúsund sinnum stærri en jörðin, og
stærri en allar jarðirnar til samans; en þó segja
stjörnumeistarar, að blástjarnan muni vera þrjátigi
þúsund sinnum stærri en sólin; — hverr getur gert
ser nokkra verulega hugmynd um slíkar stærðir?
þegar ver tölum hðr um hreifíngu fastastjarnanna,
þá merkir það hreifíngu sjálfra þeirra; það, að oss
sýnast þær gánga frá austri til vesturs á hverri nótt,
það er eigi þeirra hreifíng, heldur er það möndulsnún-
íngur jarðar.
Vðr sjáum stjörnurnar fyrir krapt augans; og ver
vitum, að þær hafa tvenns konar ljós, nefnilega sitt
eigið ljós (sólarijós), eða þá að þær fá ljós af öðruin
hnöttum; þessar hinar síðar nefndu eru jarðir, túngl
og halastjörnur. Fastastjörnurnar eru þá sólir, og
sýnast sumar meiri, en sumar minni. f>essi mismunur
ljós-aflsins getur komið til af þrennum orsökum: 1) af
því surnar hafa í rauninni sterkara ljós en sumar;
2) af því þær geta mismunað að líkamstærð, og 3) af
því, að sumar eru nær, en suinar fjær. Menn reikna
vora sól ineð hinum ljósdaufari sólum. Stjörnu-
ineistararnir skipta stjörnunum í flokka, eptir því,