Ný sumargjöf - 01.01.1860, Qupperneq 95
95
hversu skærar þær sýnast, og kallast þá hinar skærustu
„fyrstu stærðar“, svo sem er blástjarnan, Siríus, Rígel
o. s. fr., þá koma stjörnur annarar stærðar, þá þriðju,
fjórðu og til níundu stærðar; lengra reikna menn eigi,
því úr því verður eigi gerður munur á stærðinni. Reikna
inenn 20 stjörnur fyrstu stærðar; 65 annarar; 190
þriðju; 425 fjórðu; 1100 fimmtu; 3200 sjöttu;
13000 sjöundu; 40000 áttundu; 142000 níundu
stærðar. Sjá menn á þessu, að stjörnufjöldinn vex
hastarlega, eptir því sem þær sýnast minni; en eigi
má af því ráða, að þær sð minni í raun og veru, en
þótt sumar sð minni en aðrar; en vðr skiljum, að það
inuni vera fjarlægðin, sem veldur þessum hlut. J>að,
að hin minni stærðargrein inniheldur fleiri stjörnur en
hin meiri, er þess vegna merki uppá stærð heimsins;
því þar sem menn sjá svo margar stjörnur hinna minni
stærða, sýnir einúngis það, að menn geta eigi sðð nærri
allar. f>essar stjörnur, sein stjörnumeistararnir miða
við v i s s a stærð, eru að tölu tvö hundruð þúsundir;
en í vetrarbrautinni eru átján millíónir stjarna, að
því er Herschel hinn eldri reiknaði, og eru þó ótaldar
allar stjörnuþokur og allur geimurinn, sem vetarbrautin
liggur eigi uin.
Kíkirinn mikli, sem Herschel hinn elðri smíðaði,
sýndi mönnum margt, sem menn höfðu eigi áður sðð;
hann uppleysti margar stjörnuþokur í stjörnur, og enn
eygðust með honum aðrar þokur, sem hann eigi mátti
uppleysa. Hafa menn haldið, að þessar þokur væri
heimar, sem væri að myndast. Nú hefir raunar Rosse
lávarður á Irlandi eigi alls fyrir laungu látið smíða