Ný sumargjöf - 01.01.1860, Síða 102
102
var uppreist mikil í Póllandi gegn Rússum. Sendu
Póllendingar Napoleon orð og báðu hann að gerast
oddvita þeirra, en Rússar bældu bráðum uppreisnina svo
ekki varð neitt meira úr þessu. Suinarið eptir(1832)
dó hertoginn af Reichstadt, sonur Napoleons 1., í
Austurríki. Fór L. Napoleon þá meir að snúa huga
sínum til Frakklands, þar er hann var borinn til ríkis
eptir dauða frænda síns. Hann gaf nú út ýms rit
þess efnis, að Frakklandi væri það fyrir beztu, að ætt
hans kæmist þar til ríkis og sýndi hversu mikið Na-
poleon 1. hefði gert fyrir Iand sitt, hversu hann hefði
haldið fram hinni nýju stefnu er komst á í stjórnar-
biltingunni miklu, hve mjög hann hefði aukið veg og
virðingu Frakklands og að hann mundi hafa gert miklu
meira landinu til góðs og frama, hefði honum auðnazt
að halda stjórn sinni lengur; sýndi hann um leið fram
á, að eins mundi ætlunarverki Napoleons mikla verða
fram haldið, er ættmenn lians kæinust til valda. Um
þessar mundir gaf hann og út ágætt rit uin
hernaðarfræði og varð skömmu síðar skotliðsforingi í
Bern.
Árið 1836 fór hann til Baden-Baden, rðtt við
landamæri Frakklands og kynntist við ýmsa af yfir-
mönnum frakkneska liðsins í Strasborg, en þessir yfir-
menn fengu þá menn, er þeim voru undirgefnir, til
þess, að veita honum lið þegar á þyrfti að halda og
tókst þetta svo vel, að 4 herílokkurinn snerist allur til
liðs við hann. 30 október kom hann til Strasborgar
og reið framan að 4. herflokki, hrópaði þá allur flokkur-
inn þessum orðum „Lifi Napoleon keisari annar“. En