Ný sumargjöf - 01.01.1860, Page 104
104
fyrir allar aðgjörðir Napoleons 1. með mestu snild og
skarpleik og varð ritið mjög nafnfrægt.
Sumarið 1840 sendi Frakkakonungur einn sona
sinna með herskip til að sækja líkam Napoleons 1. til
St. Helenu, en meðan á þessu stóð þótti Loðvík Na-
poleon hentugur tími vera til að koma fram áformi
sínu, að ná völdum á Frakklandi. Hann tók því að
leigu gufuskip eitt og bjó sig vel að mönnum og fje
og öðrum hlutum og kom við land í Vimereux skammt
frá Boulogne 5. águst 1840, seint á degi. Næsta
rnorgun fór hann til Boulogne með flokk manna og
sendi auglýsingar hvervetna og var óspar að fje, kvaðst
nú kominn að taka keisaradóm á Frakklandi og skoraði
á herinn og lýðinn að fylgja shr. En nú fór allt á
annan veg, en til var ætlað og urðu engir til að veita
honum fylgi. Var hann nú sem fyr tekinn höndum
og dæmdur til æfilangs varðhalds og settur til geymslu
í kastala þann er Ham heitir. þar sat og Conneau
læknir, vinur hans, með honum. Sá maður er síðar
orðinn æðsti líflæknir hans. Napoleon eyddi hjer ekki
tíð sinni í iðjuleysi, hann las mjög og talaði jafnan
við fróða og reynda menn. Hann ritaði og ýinsar
bækur, einkanlega um þjóðmegunarfræði, og leit svo út
af rituin hans, sem hann væri injög frjálslyndur og
talar hann ineðal annars mjög um að bæta kjör fátækra
manna.
þar koin þó að lokum, að Napoleon fór að leiðast
varðhaldið og hugði nú á ráð, til að komast burt, var
Conneau honum til mikils fulltingis í því að leggja á
ráðin, og útvegaði honum dularbúning; hann rakaði og