Ný sumargjöf - 01.01.1860, Page 106
106
lögum, að ætt Napoleons væri útlæg um Frakkland, og
var það nú í fyrsta sinni eptir 33 ár, að hann átti
kost á að lifa sem frjáls inaður á ættjörðu sinni. Bauð
hann sig nú til kosningar til þjóðþingsins og fjekk flest
atkvæði í 4. kjördæmum. 26. sept. settist hann í
þingið og valdi sjer sæti á vinstri hlið. ]>að kom
meðal annars til umræðu í þinginu, að gert vrði að
lögum, að aldrei skyldi velja til forseta þjóðveldisins
neinn af ættingjum stjórnenda þeirra, er áður höfðu
haft ríki á Frakklandi. J>á var það, að Napoleon stóð
upp og tók til orða gegn þessari uppástungu, og fórust
honum þá svo ógreiðlega orð, að mótstöðumenn hans
sögðu. að þó að hann ekki hefði komið með neinar
ástæður fyrir máli sínu, þá hefði hann þó berlega sýnt.,
með því hvernin honum tókst upp. að óþarfi væri að
gera nppástunguna að lögum, hvað hann snerti. Samt
sem áður leið ekki á löngu, áður mótstöðumenn Na-
poleons fengu að kenna á, að þeim hafði missjezt, því
þegar forsetaval fór fram um veturinn í desemberin.,
brá þeim heldur í brún, er þeir sáu. að Napoleon hafði
fengið meir en 5 inillíónir atkvæða og langflest allra,
er atkvæði höfðu verið veitt. Hann tók við embætti
sfnu 20. deseinberm. 1848 og stýrði því síðan með
miklum dugnaði og kænsku, eins og öllum er kunnugt.
Flokkadrættir voru iniklir og ákafir í hinu nýja þjóð-
veldi og leitaði hver flokkur fyrir sig fulltingis hjá
forseta, en honum tókst jafnan að synda milli skers
og báru með inestu snild. Óx nú veldi hans og
dirfska alltaf meir og ineir og urðu nú jafnan fleiri
og fleiri til að draga hans taum; tókst honum einkum,