Ný sumargjöf - 01.01.1860, Side 109
109
þá kastað nokkurs konar sraáum sprengikúlum undir
vagninn, varð það eigi allfáum mönnum að bana, en
keisarinn slapp óskaddaður, nemá hvað hann hruflaðist
Iítið eitt í andliti. Morðingjarnir voru undireins teknir
og tveir hinir helztu, Orsini og Pierri. ítalskir menn.
höggnir.
Aldrei hefur þó veldi og frægð Napoleons aukizt
jafnmikið eins og í ófriðinum, sem hófst milli Austur-
ríkis og Sardiníu 1859. Ilann leitaðist í fyrstu við
að jafna inálum milli þeirra í friði, og skoraði á hin
önnur stórveldi að styrkja til þess. Hann lðt það
uppskátt, að sðr líkaði eigi aðferð Austurríkiskeisara
og tóku menn nú að sjá, að hann mundi veita ítölum ef
í hart færi. |>að reyndist og meir en hugarburður,
því þegar Austurríkismenn þverskölluðust við að taka
miðlunarmálum hinna stórveldanna, og fóru að eflast
að her og búast til stórræða. þá komust rnenn að því,
að Napoleon hafði sömu aðferðina og dró saman mikið
lið í suðurhluta landsins, en allt fór það í hljóði og
ljet hann blöðin bera aptur allar fregnir um liðdráttinn.
Hjer varð þó raunin ólýgnust, því þegar Austurríkis-
menn hófu ófrið og óðu inn á lönd Sardiníumanna,
var Napoleon albúinn að skerast í leikinn. var Frakka-
her kominn suður á Ítalíu, áður enn Austurríkismönn-
um hafði orðið nokkuð ágengt. Keisarinn fór sjálfur
suður á Ítalíu og lenti 12. inaí í Genúaborg og var
honum þar vel fagnað, sem nærri iná geta; þaðan fór
hann á fund Sardiníukonúngs og tók yfirstjórn yfir
öllu liði þeirra bandamanna, og leið ekki á löngu áður
en hann veitti Austurríkismönnum atvigi. Fyrsti fijndur