Ný sumargjöf - 01.01.1860, Síða 110
JIO
varð við Montebello, 20 maí, biðu jþjóðverjar ósigur
og fóru undan. Síður tókust bardagar við Palestro
og Turbigo, og leituðu Austurríkismenn austur yfir
Ticino-á, en bjuggust síðan til varnar fyrir austan ána
hjá Magenta og tókst þar harður bardagi. |>ar var
það, að Napoleon veitti meginher fjóðverja langa inót-
stöðu með varðliði sínu einu; var liðsmunur svo fjarska
mikill, að tvísýnt var um hvernin farið hefði að lokum;
en þá kom Mae-Mahon herforingi til liðs við keisara
og rjeði orustunni þær lyktir að Austurríkismenn biðu
mikinn ósigur og Ijetu margt manna. Bandamenn ráku
nú pjóðverja jafnan á undan sjer austur fyrir Mílano-
borg og fóru þeir Napoleon og Victor Emanúel inn í
borgina með mikilli sigurdýrð og var þeim vel fagnað.
Eigi Ijetu þeir þar lengi fyrirberast, en veittu fjand-
mönnum eptirsókn, en þeir lðttu eigi fyr en þeir voru
komnir austur yfir Minciofljót inn á Feneyjalönd. |>ar
fðkk Austurríkiskeisari mikinn herafla nýjan og hafði
hann nú um 250,000 manna, mest megnis þjóðverskt
lið, og var sjálfur fyrir. Rjeðist hann nú vestur um
ána og hugði að reka bandamenn af liöndum sjer. En
bandamenn urðu fvrri til að veita atgöngu og sló þegar
í bardaga, var harðast barizt hjá þorpi nokkru er
heitir Solferino. J>etta var á Jónsmessudag. |>essi
orusta var mjög snörp og einhver hin mesta, er
nokkurntíma hefur verið, og lauk svo, að Austurríkis-
keisari flúði undan, er hann hafði misst nálægt 40
þúsundum manna.
Nú ljetti ófriðinum og komu keisararnir á tal í
bæ nokkrum þar í grennd, sem heitir Villafranca, 11.