Ný sumargjöf - 01.01.1860, Síða 111
11J
júli, og sömdu ineð sér meðal annars, að Austurríkis-
keisari skyldi láta af hendi Langbarðaland til Na-
poleons, en Napoleon aptur fá Sardiníukonúngi. Kom
þetta öllum óvart og mörgum illa, og ámæltu Na-
poleon fyrir. Var þessi samningur sfðan að mestu
leyti staðfestur á 1‘riðarsamningnum í Ziirichl7.Okt.1859.
Italir undu þessum samningi illa, en Napoleon
heíur þó með kænsku sinni koinið öllu svo fyrir, að
þvínær allar þær greinir í samningnum, sem hann varð
að hliðra til við Austurríki í, hafa fallið niður og ítalir
hafa smám saman fengið óskir sínar uppfylltur. To-
scana, Parma og Modena hafa sameinazt við Sardiníu-
ríki og þarað auki norðurhluti páfaríkisins. Hefur
Napoleon komizt í deilur við páfa út úr þessu, en ekki
látið undan, þó að hann mætti eiga von á bannfæringu;
liefur það og orðið að sönnu, að páfinn hefur þegar
lýst banni yfir öllum þeim er hjálpað hafa til að frelsa
efri Italíu úr þeim fantaklóm sem hún hefur verið í
langan aldur.
þannig hefur Napoleon keisari, þótt hann þyki
harður heima, unnið hið loilegasta verk til frelsis og
frarnfara einni af hinutn ágætustu og frægustu þjóðurn
í heimi.
Nú er Napoleon Irefur styrkt þannig Sardiníu-
konúng, að ríki hans lrefur yfir 11 millíónir manna
er áður voru rúmar 5, hefur liann eigi gleymt að auka
eigið land sitt og tryggja landmörk þess, er hann hefur
lengið Savoialand og Nizza, að samningi við Sardiníu-
konúng og samþykki landsbúa.