Ný sumargjöf - 01.01.1860, Page 114
114
Og þegai einhverr vill endilega gera illt, þá getur hann
gjört það svo dugi. en aldrei mun þeim manni að gæfu
gánga.
f>essi hin nýja drottníng var fjölkunnug, og ein-
hverju sinni. þegar stjúpdóttir hennar litla var gengin
til laugar með sinámeyjum sínum öllum. og hai'ði lagt
guðvefjarkyrtilinn á bakkann. þá tók drottníngin kyrtil-
inn og lðt barnið verða að svana; en allar smámeyj-
arnar gjörði hún að gæsum, og þær hætta víst aldrei
að masa uin sína fvrri dýrð: en slíkt veröa menn að
fvrirgefa öllum úngum þernura.
Aumíngja litla mærin fallega vissi alltaf af því
í álögunum. hver hún var í rauninni, og hún fann líka
á sðr. að ef hún fengi aptur guðvefjarkyrtilinn sinn.
þá mundi hún aptur komast úr álögunum. En æ, það
mun hún aldrei geta, og þess vegna syndir svanurinn
æ og æ og vonar eptir að komast úr álögunuin: og
þegar hún getur að líta sólina renna og vefa hiinin-
bogann gullnu gliti, þá ímyndar hún ser að hún sjái
guðvefjarkyrtilinn sinn: hún vill þá revna til að ná
honum. en þegar hún sðr að það muni eigi takast. þá
sýngur hún með sorgar hljómi. svo kaldvir kletturinn
mætti komast við af því.
f>á hlusta mannanna syuir og gráta yíir svaninum.
af því að þá hlýtur liann aö deyja. En svanurinn
gleðst, því að hann rennir grunum í. að dauðinn muni
frelsa sig úr álögunum; og saungurinn lians líkist meir
og meir himneskum hljómi, um leið og hann svífur
inní purpuraskínandi sólarljómanij og llýgur til eilífrar
gleði í gegiHim dauðami. (Kptíi M-m;.