Ný sumargjöf - 01.01.1860, Síða 116
116
enn á íslandi og j^ssi kvennbúníngur, sem hér er
sýndur, tíðkast í Normandí, „hinu hestauðga. kvenn-
fagra“ hðraði á Norðurfrakklandi og er hann injög líkur
íslenzka faldbúníngnum, enda er hann af sömu rótum
runninn, því hann hefur legið þar í landi. síðan Norð-
menn unnu þar land á tíu^du öld og gáfu því nafn
sitt. Normandí-konur eru kallaðar fríðar, og mun
þeim þykja faldurinn vera til sóma og prýði, ella
mundi hann fyrir laungu vera lagður niður. Tslenzku
konunum ætti því ekki að þykja minnkun að bera
sama búníng, og hinar suðrænu ættsystur þeirra, sem
búa undir blíðari sól og betri kost eiga á að fylgja
fordildar sniði Parísar-fólksins; þeim er líka því skyldara
að halda við faldinn, sein þær eru af óblönduðu Norð-
manna kyni komnar og mæla á sömu túngu sem ætt-
mæður þeirra.
v
Of)MUK NAPOLEONkS UM KRIST.
pessi orð, sem Napoleon hefur talað á S. Helena, eru
prentuð í bók, sem rituð var 1841, og Napoleon hefur
talað þau við Montholon hershöfðíngja. |>au eru opt
nefnd við ýms tækifæri, og engum hefur dottið í hug,
að efast um að Napoleon hafi talað þau. enda er það
líka auðsðð á öllum anda þeirra: það er sami stíll,
sem Napoleon ætíð hafði; það er því líkast sem öm