Ný sumargjöf - 01.01.1860, Page 117
117
hafi slegið högg á klett með stálkló: það er ekki neitt
guðfræðislegt bull. nð heimspekileg rannsókn. Napoleon
hefur aldrei talað mikið um trúna; en þarna, þar sem
hann var kominn seinast. leit hann yfir öldubrim mann-
legrar æfi; yfir furðulega strauma frá furðulegu sjónar-
miði. sem enginn hefur verið á nema hann. sem eng-
inn gat verið á nema hann, og sem átti við engan
nema hann. Mikill af náttúrunni, mikill af lukkunni,
mikill af ógæfunni, skoðaði hann gáng sögunnar og
stríð andans; og hann skoðaði sig ætíð fremstan hinna
fremstu, hann vildi vera mestur hinna mestu. Var það
ekki von?
Einn var samt, sem hann átti örðugt með; og
þessi eini þótti honuin því furðulegri, sem þessi eini
var óendanlega æðri en hann sjálfur. Hann vildi
gjarnan vfirstíga þenna eina, það er auðséð á því, að
hann bar sig saman við hann. Hann manaði liðnar
hetjur uppúr moldrisnum haugnm; hann let fylkíngar
sigursælla kappa líða frain fyrir anda sinn, til þess að
bera allar stærðir saman og leysa þessa ráðgátu; en
það kom fyrir ekki; það var barnalegt og ónýtt. Na-
poleon, Napoleon sjálfur, sem vildi vera allt, Napoleon
hafði engin önnur ráð, en að trúa því að Kristur væri
guð, og Napoleon sagði að Kristur væri guð. Hlustið
á það sem Napoleon segir:
„það er satt, að Kristur setur fram fyrir trúna
marga leyndardóma. Hann skipar, og heimtar með
valdi að sðr sð trúað; og hann gefur enga aðra ástæðu
fyrir því en þetta óttalega orð: eg er guð.
Vissulega verða menn að hafa trú, til að trúa