Ný sumargjöf - 01.01.1860, Page 118
118
þessari setníngu, því af henni fljóta allar aðrar setn-
íngar tróarinnar. En hafi menn einusinni viðtekið guð-
dómleika Krists, þá síist kristin trú eins greinilega og
setníngar reikníngslistarinnar; menn hljóta að undrast
samanhengi hennar, eins og hón væri vísindaleg kenníng.
þessi kenníng er grundvölluð á ritníngunni, og
hón skýrir bezt af öllum frásagnirnar um uppruna
heimsins; hón skýrir þær, og hinar kenníngarnar festast
nákvæmlega þar við, eins og hríngar í sömu festi.
Tilvera Krists er leyndardómur frá upphafi til enda;
það játa eg; en þessi levndardómur gefur skýrfngu um
hina aðra leyndardóma, sem eru í allri tilverunni.
Neiti menn þessum leyndardómi, þá er allur heimurinn
ráðgáta; játi menn honuin. þá hafa menn furðulega
upplýsíngu um sögu mannanna.
Kristnin er fremri en öll heiinspeki og öll önnur
tró; hón sýnir mönnum ekki hlutina í neinu tælandi
ljósi. Menn geta ekki borið henni á brýn djópleika
nfi þvættíng hugmyndavitnnganna. sem ímynda sðr að
þeir geti ráðið hina torveldu gátu guðlegra hluta með
staðlausu þvaðri um mikla hluti. þeir eru vitlausir,
og heimska þeirra er eins og hugur barns, sem vill ná
upp í himininn með hendinni. eða sem biður um tónglið
til að leika sðr að.
Kristnin segir beint áfram: enginn maður hefur
sðð guð, ef þetta er ckki guð. Guð hel'ur opinberað
hvað hann var; hans opinberun er leyndardómur, sem
hvorki skynseinin nð andinn geta gripið. En fyrst að
guð hefur talað. þá liljóta menn að tróa; það er
auðsætt.