Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Page 3
3
var listhneigður maður og einkum hafði hann miklar maétur og mjog
gott vit á sönglist og hljóðfæraslætti.
Jón Jacobson var mjög drenglyndur maður og höfðinglyndur,
enda stórættaður og af góðu bergi brotinn, þótt ekki verði það rakið
hér. Hann var tryggur vinur vina sinna og enginn var hann veifi-
skati. í kunningjahóp og einkum gestaboðum heima fyrir var hann
gleðimaður, enda mjög gestrisinn, en við dagleg, störf sín var hann
optast alvörugefinn og fámæltur. Hann hafði næmar og ríkar tilfinn-
inngar, og kunni vel að dylja þær ef hann vildi.
En þessi fáu minningarorð áttu hvorki að vera fullkomin mann-
lýsing nje alger ævisaga; maðurinn var merkari en svo, og ævistörfin
fleiri, að lýst verði sem sæmir með þeim fáu línum, sem á við
að setja hjer,
Þeir menn, sem nutu vináttu Jóns Jacobsonar, og þær stofnanir
sem nutu starfsemi hans, munu ætíð minnast hans.
Matthías Þórðarson.