Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Qupperneq 8

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Qupperneq 8
8 bera saman um það, að hvað sem því líði, hvort þing þessi hafi komist á fót eða eigi, þá hafi þau í öllu falli lagst algjörlega niður eptir mjög skamma stund1). Skal hér reynt að prófa þessar skoðanir lítið eitt nánara, og athuga hvort eigi er hægt að færa, ef ekki sannanir, þá að minsta kosti líkur fyrir því, að fjórðungaþingin hafi komist á fót í öllum fjórðungunum og starfað þar að minsta kosti um nokk- urt skeið. Aðalheimild vor um uppruna fjórðungaþinganna, frásögn Ara í íslendingabók, er ekki færð í letur fyr en á árunum 1134—1138, m. ö. o. rúmum 170 árum eptir að fjórðungaþingin voru lögtekin. Það er nú næsta ólíklegt, að minningin um lögleiðslu þeirra hefði geymst svo lengi, ef þau aldrei hefðu verið haldin, og það er enda ósennilegt, að Ari hefði þá getið þeirra að nokkru, jafnvel þó að hann hefði haft einhverjar spurnir af því að þau hefðu verið lögtekin. Að Ari getur þeirra, bendir ákveðið til þess, að þau hafi komist á fðt, og sama er að segja um ákvæði Grágásar, það er nefnt var hér að framan. Það getur ekki verið fært í letur fyr en 1117—1118, m. ö. o. nál. 20 árum fyr en íslendingabók. Þá er enn um það að ræða, að fjórðungaþing kunni að vera höfð. Það sýnir, að menn muna þá enn eptir þessum þingum, og telja það geta komið fyrir að þau séu háð. Það mundi eigi hafa verið gert, hefðu þau aldrei komist á fót, þó lögtekin hefðu verið, og jafnvel ekki þó þau hefðu starfað eitthvað, ef það hefði aðeins verið stutta hríð. Hvorttveggja þessara atriða virðist í raun réttri taka af öll tvímæli um það, að þing þessi hafi komist á fót og starfað, jafnvel þó ekki væru til aðrar heimildir um þau. En auk þeirra heimilda, er þegar voru taldar, er ein heimild, er getur fjórðungaþing- anna berum orðum. Er það kirkna- og fjarðatal það í Skálholtsbiskups- dæmi, er sumir hafa eignað Páli biskupi Jónssyni2). í skrá þessari er sagt frá því, hvar fjórðungaþingin í Skálholtsbiskupsdæmi voru. Segir, að fjórðungsþing Austfirðinga hafi verið í Lóni austur, fjórð- ungsþing Sunnlendinga undir Ármannsfelli og fjórðungsþing Vestfirð- inga í Þórsnesi. Um aldur þessarar heimildar og sögulegt gildi hennar almennt get ég vísað til greinar, er ég ritaði um kirknatal þetta í Skírni 1925 bls. 16—37. Niðurstaða mín þar varð sú, að skrá þessi væri rituð ekki seinna en snemma á 13. öld. Sé það rétt, þá er engin ástæða til að rengja það, er skráin segir um þingstaði þessa. Skráin talar 1) Sbr. t. d. Maurer: Vorl. Uber Altn. Rechtsgesch. V. bls. 325, 408, Island bls. 55, Finsen: Inst. bls. 42, Qrágás III. bls. 606. 2) Prentað í DI. XII. bls. 1—15, Kálund: Hist.- topogr. Beskr. af Isl. II. bls. 380-395,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.