Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Qupperneq 10
1
10
ákvæðið í II. 356, er vitnað var til í upphafi þessarar greinar. Segir
þar, að á fjórðungaþingum eigi fjórðungsmenn allir saman sóknír, en
að undir vorþing heyri þau mál, þar sem aðilar (o: sóknaraðilar)
séu allir samþinga og svo þeir menn allir, er fyrir sökum eru hafðir1). .
Verði nú sýnt fram á það, að mál sé rekið t. d. á Þórsnesþingi, en
bæði varnaraðili og sóknar þingfastir í öðrum þingum í Vestfirðinga-
fjórðungi þá eru þar fengnar líkur fyrir því, að átt sé við fjórðungs-
þingið í Þórsnesi.
Fjórðungsþing Austfirðinga var í Lóni, segir kirknatalið2). Er hér
efalaust átt við bygðarlagið Lón í Austur Skaptafellssýslu. Hvergi
er annarsstaðar, svo kunnugt sé, sagt frá þinghaldi eða þingstað í
Lóni, og hvergi er annarsstaðar berum orðum sagt, hvar fjórðungs-
þing Austfirðinga hafi verið háð. En getgátur hafa komið fram um
það. Þess hefir þannig verið getið til, að það hafi í fyrstu verið háð
í Sunnudal í Vopnafirði, en flutt síðar undir Kiðjafell3). Síra Jón
Jónsson á Stafafelli gat þess einnig til, að Kiðjafellsþing hefði verið
fjórðungsþing. Taldi hann þann þingstað hentugastan fyrir fjórðungs-
þing af öllum þingstöðum í Fljótsdalshéraði, þó hann lægi langt upp
til fjalla, því hann hafi legið best við fyrir Álftfirðinga og Skaptfellinga4).
Það er næsta ólíklegt, að Sunnudalsþing hafi nokkurn tíma verið
fjórðungsþing. Þingstaðurinn hefði legið mjög illa fyrir fjórðungsmenn, ^
því nær á fjórðungsenda, og þær sagnir, sem af Sunnudalsþingi ganga,
gefa enga átyllu til að ætla, að það hafi verið fjórðungsþing.
Hafi Kiðjafellsþing verið háð, eins og hefir verið talið, innst
í suðurdal Fljótsdals, þá er það rétt, að sá þingstaður virðist vera
heppilegastur til fjórðungsþinghalds af öllum þingstöðum í Fljótsdals-
héraði. Skaptfellingar og Álftfirðingar hafa átt tiltölulega stutta fjall-
vegi þangað að sækja. En hinsvegar er mikil óvissa á um þetta þing, svo
mikil, að Maurer taldi, að engin söguleg rök væru fyrir þvi, að það
hefði verið háð, og væri það »als apokryph zu streichen«5) Fljótsdæla
ein getur um þennan þingstað, og aðeins á tveim stöðum. Á fyrra
staðnum segir frá því, að Ásbjörn á Aðalbóli stefndi Ölviði á Oddstöð-
um »til vorþings til Kiðjafells, — þessi þingstöð er á hálsinum milli
Skriðudals ok Fljótsdals«6). Á síðari staðnum er þings þessa getið í sam-
1) Sbr. upi þetta efni Finsen: Inst. bls. 43, Maurer: Vorl. iiber Altn. Rechts-
gesch: IV. bls. 423—424, V. bls. 408.
2) DI. XII bls. 5, Kálund II. bls. 484.
3) Kristján Jónsson í Árb. fornl.fél. 1924 bls. 35—36. Á móti því Matthías i
Þórðarson 1. c.
4) Timarit bókm.fél. V. bls. 245.
5) Vorl. iiber Altn. Rechtsgesch. V. bls. 329.
6) Fljótsdæla íitg. Kálunds Kbh. 1883 bls. 6.