Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Qupperneq 11

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Qupperneq 11
 bandi við skipti þeirra systkynanna Þórdísar toddu og Bjarna Brodd- helgasonar út af Gunnari Þiðrandabana. Helgi Ásbjarnarson í Mjóa- nesi, maður Þórdísar, hafði varðveitt Gunnar. »Þingstöð manna var at Helga Ásbjarnarsonar at Kiðjafelliíí1). Um vorið »ríðr Helgi á burt með sínu liði ok upp á háls. Hann helgar þing«2). Sama kvöldið kom Bjarni í Mjóanesi með 80 manns að leita að Gunnari. Þórdís sendi mann um kvöldið til bónda síns »upp undir Kiðjafell á Þingvölk3). Sendimaðurinn reið »upp á hálsa ok léttir eigi fyrr en hann kemur á þing«. Sagði hann Helga tíðindin. Brá Helgi við og hélt heim og kom í Mjóanes morguninn eptir4). Það mun vera Sigurður prófastur Gunnarsson á Hallormsstað, er fyrstur gat þess til, að þingstaður þessi hefði verið í suðurdal Fljóts- dals. Örnefnið Kiðjafell þekkist þar þó ekki, en innarlega í dalnum er fjallsmúli, sem nefndur er Fell. Telur Sigurður Gunnarsson, að Fellið muni áður hafa heitið Kiðjafell. Norðvestan undir Fellinu eru rústir, er hann telur rústir þingstaðarins. Ennfremur getur hann þess, að innar- lega í dalnum heiti Þingmannaklif, skamt fyrir utan þingstaðinn, og sé mælt, að þingmenn að sunnan hafi komið þar ofan í dalinn5). Við þetta er það fyrst og fremst að athuga, að sagan segir berum orðum, að þingstaðurinn hafi verið á hálsinum milli Fljótsdals og Skriðdals, og það sýnist engan veginn geta átt við þann stað, er Sigurður Gunnarsson telur Kiðjafellsþingstaðinn. Bæði Maurer6) og Kálund7) telja líka, að sagan eigi við Þingmúlaþingstaðinn. Rústirnar, sem taldar eru vera af þingstaðnum, eru sagðar óglöggar og vafasamar, enda stóð að fornu býli undir fellinu, er Fell hét, og var í bygð fram undir 17008). Gætu rústirnar verið menjar þess. Hinsvegar bendir örnefnið Þingmannaklif, til þess, að einhver þingmannavegur hafi legið þarna um dalinn, og sama er að segja um fleiri örnefni þar í nánd. Kálund nefnir örnefnið Þingmannanúp í fjöllunum fyrir suðvestan Öxi9). í máldaga Berufjarðar frá því um 1370 er nefnt örnefnið Þingmannaups, að því er virðist i fjöllunum suður af Fossárdal upp af Berufirði10). Hið fyrnefnda af örnefnum þessum gæti ef til vill átt við þingmanna- 1) Fljótsdæla bls. 92. 2) Bls. 93. 3) Bls. 95. 4) Bls. 96. 5) Safn II. bls. 438-439, 464, 483. 6) Vorl. iiber Altn. Rechtsg. IV. bls. 70, Island bls. 102. 7) II. bls. 242. 8) Kálund II. bls. 233. 9) II. bls. 241. 10) DI. VIII. 9. 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.