Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Side 26

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Side 26
24 Kristnes í Eyjafirði og Skurðbrekku í Hornafirði. — Hér má og minna á athöfn Ólafs pá, er hann skírði bæ sinn Hjarðarholt (Lxd. 24). Bendir sú athöfn — þó síðar væri — á höfðingslund lnm. og rýmri hugsun en inn »í höfuðið« á sjálfum sér. í Ln. eru taldir 38 lnm. »ágætastir« (9 vestra, 8 nyrðra, 10 eystra og 11 syðra). Allir munu þeir norskir að ætt, nema Sæmundur suðureyski. — Vitanlega er »ágætið« miðað mest við það, hve mjög þeir voru höfðingbornir, jafnvel upp í 4. og 5. lið. Svo og hve mikla mótstöðu þeir höfðu getað veitt og felt marga inenn fyrir Haraldi kon., hve mikinn auð þeir áttu, marga þræla og mikið land- nám. Ef þeir börðust hér til landa og ráku frá sér aðra, er fyr voru komnir, þá eru þeir »ágætari« en hinir, sem urðu að flýja á stað af stað (Ásólfur) vegna betri trúarbragða og háleitara siðgæðis. Að manngildi sleptu, má það samt orka tvímælis um ágæti austfirðinganna sumra, umfrain aðra ótalda. Eru það helst þeir Özurr Ásbjörnss., bræðurnir Ketill og Graut-Atli og Hrafnkell Hrafnss. (sem í Ln. — 274 eða 196 — er ruglað við Hrafnkel goða). En ótaldir eru þar þrír höfðingjar meðal hinna útvöldu: Hjörleifur Hróðmarss. og hersissynirnir Helgi og Gnúpa-Bárður — og þó er Özurr talinn, sem var brórðursonur þeirra1). Bæir þessara 38 höfðingja eru (5+3 =) 8 kendir við nöfn þeirra sjálfra — og konu eins, Arneiði, hertekna jarlsd. vestræna — en (27+3 =) 30 við eitthvað annað. Bæir þriggja eru ekki nefndir, en aðrir þrír fylla tölurnar á báðar hliðar, af því að þeir byggja á tveimur stöðum, og hefir annar bærinn verið kendur við þá. — Slíkt kemur oft fyrir í Ln., og er þá venjul. yfirgefni bærinn kendur við manninn. í dæmi þessu er minna en bæja kendur við ábúendur, og hvergi sönnun fyrir því að þeir hafi sjálfir gefið þessi nöfn. Vilji maður fara svo langt, að sýna sömu hlutföll í bæjanöfnum allra lnm., þá vandast málið. Hversu marga má kalla landnámsmenn ? Rétt held eg væri í rýmstu merkingu að kalla þá alla Inm., sem Landnáma telur að lönd hafi numið hér og bæi bygt, er áður voru ekki til, og líka þar sem bygt hafði verið í svip, en síðar yfir- gefið. Yrði þá að telja alla jafnt. Stórhöfðingjana, er námu heilu héruðin, þá er þeir vísuðu til landa, seldu lönd og gáfu, eins þó að þræl- ar væru eða leysingjar. Einnig börn og barnabörn lnm. — jafnvel þó fæddir væru hér á landi, þegar kunnugt er að þau bygðu ný og 1) Hann vantar þó í registur Ln., alþ. útg. — Hjörleifur er í hvorugri útg. talinn með lnm,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.