Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Qupperneq 36
34
Við flettum þá fyrst upp í Landn.: »Þorkell vignír, son Skíða
ens gamla, hann nam land um Vatnsskarð alt ok Svartárdal.« Þetta
er ekki löng lýsing en þó er hún meira virði en margar síldartunnur.
Fyrst og fremst tekur hún af allan vafa um Vatnsskarð. Þar
þarf því ekki Ævarsskarðs að leita.
í öðru lagi segir þessi bókmentaperla, að Þorkell næmi land um
Svartárdal. Af Sturl. (III. B. bls. 323) má sjá að Bólstaðarhlíð er
talin í Svartárdal.1) Auk þess er bærinn nefndur á 6 stöðum í Sturl-
ungu og aldrei öðru nafni. í fornum skjölum frá 14. og 15. öld er
þrásinnis minst á Bólstaðarhlíð og er jörðin ýmist rituð fullu nafni
eða aðeins Hlíð. Aldrei annað nafn. (Sbr DI. II.; III. og IV. b.) Þá
er hún vanalega talin í Langadal, en allir kunnugir geta þó sjeð,
að hún stendur í Svartárdalsopinu norðast, og Svartá rennur
þar með fram túninu og koma árnar saman (þ. e. Blanda og Svartá)
fyrir norðan Hlíð, enda er hún talin af flestum nú til Svartárdals.
Bólstaðarhlíð er og nefnd í Þórðar sögu hreðu.2) Og Finnboga s.
ramma segir frá Þorgrími, »auðugum bónda« í Bólstaðarhlíð. »Sigríður
hjet kona hans, en Þóra dóttir« (bls. 55.) Ekkert af nöfnum þess-
um koma fyrir á ættmönnum Ævars og er þó allvel greint frá ætt
hans í Ldn. Verður vikið að því síðar. Það þyrfti álitlega dirfsku
til að berja það fram, þvert ofan í allar þessar heimildir, að Ból-
staðarhlíð hafi heitið Ævarsskarð. Sje litið til landslags, verður hið
sama uppi á teningnum. Bærinn stendur ekki í neinu skarði. En
norður frá bænum liggur þröngt gil eða dalur, sem Hlíðaráin rennur
eftir. Þar er óbyggilegt og engan hef jeg heyrt halda því fram, að
Ævarr hafi búið í þeim dalkreppingi.
Nafnið Bólstaðarhlíð bendir á að þarna sje þó landnámsjörð og
það liggur beinast við að ætla, að Þorkell vignir hafi búið þar. Verð-
ur ekkert mælt með rökum móti því. Ef Finnbogasaga segir rjett
frá Þorgrími, sem vel getur verið, þó Vatnsdæla nefni ekki sögnina,
þá hefur Þorgrimur búið þar eftir 900 og fram um miðja 10. öld,3)
og vafalaust hefur hann verið af góðum og göfugum ættum, þegar
Jökull Ingimundarson — höfðingjasonurinn úr Vatnsdal — ætlaði sjer
Þóru dóttur hans fyrir konu. Hafi Þorgrímur verið til, gat hann verið son-
1) Vitnað er i Sturlunguútg. Sig. Kristj., Rvk 1908—1915. Hana hafa fiestir
við höndina. í registrinu hefur misprentast við Bólstaðarhlíð: II. 316, 320; á
að vera: III. 316 o. s. frv.
2) Bls. 38. Ýmislegt bendir á að höf. Þórðar sögu sje Skagfirðingur t. d.
skagfirska málvenjan »vestr í Bólstaðarhlið« — ekki »til Bólstaðarhlíðar« sem í
Sturl. Kunnugleiki á staðháttum er aðdáanlegur.
3) Miðað við tímatal í Vatnsdælu, að því er Guðbr. Vigfússon telur.