Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Síða 44
42
sel risið upp, því óhugsandi er að það hafi bygt verið meðan Ævarr
bjó þar sjálfur, stuttu vestar. En eigendur Móbergs í Langadal, hafa
orðið að byggja selið austarlega í skarðinu, af því bygt hafði verið
áður vestar. Það er ástæðan til þess, að það hefur verið austar en
selið frá Vatnsskarði. Hvenær skriðan hefur fallið á Evarsskarðs-bæ-
inn, sem færður hafði verið úr skarðinu, veit nú enginn1). En vafa-
laust hefur það orðið snemma á öldum. Þá hefur bærinn verið færð-
ur enn að nýju — suður að skarðinu, þar sem hann stendur nú, en
landnámsbærinn verið notaður áfram sem sel — og þá varð selvegurinn
mjög stuttur. Geta skal þess, að eigendur Móbergs hafa haldið svo fast í
Litla-Vatnsskarðs-land og Móbergssel — að alt er talið heimajörðinni
framyfir 18. öld.
Hannes skjalav. getur þess í áðurgreindum ritgerðum (Árb. Fornl,-
fjel. 1923, bls. 65), að forskeytið Litla-(Vatnsskarð) komi ekki fyrir fyr
en í byrjun 19. aldar. Þetta er tæplega rjett. í jarðaskiftabrjefi um Lax-
árdalsjarðir frá 1391 er Litla-Vatnsskarð talið með Mörk ogHvammi.
En frumbrjefið er glatað og yngsta afritun brjefsins er frá 1704, en
sú elsta frá 1585. Hygg jeg samt, að greiningarforskeytið » L i 11 a -«
hafi komið upp litlu eftir að Ævarsskarð afbakaðist í Vatnsskarð, en
það hefur orðið afar-snemma. Þá þurfti einmitt fljótlega að gripa til
einhvers lýsingarorðs til þess að greina það frá Vatnsskarði hinu
fremra (nú Stóra) (sjá D I., IV. b., bls. 16).
Það er þá í mínum augum sæmilega sannað mál, að Litla-Vatnsskarð
er hið forna Ævarsskarð, og er sjálfsagt, að taka þetta fagra nafn upp
aftur. Og með því fær það aftur sögulegt gildi, sem ekki má glatast.
Eins og H. Þ. bendir á, hefur ekki þurft nema örlitla breyting
(Evarsskarð — Vasskarð — Vatnsskarð—). Þegar Evarr hinn gamli
var gleymdur, um 1300, skildu menn ekki nafnið Evasskarð (r tillíkt-
ist fljótlega í framburði). Vatnsskarð þótti miklu skiljanlegra, því dá'-
lítið vatn er í skarðinu, svo það virtist rjettnefni. Síðan hefur upp-
runanafnið legið í gröf sinni. Nú rís það upp að nýju og þetta
minnismerki Evars hins gamla, landnemans á Laxárdal, og ættarhöfð-
ingja margra Húnvetninga og annara, má ekki týnast í þoku tímans
og gleymskunnar aftur. Þess vegna ber að taka nafnið upp sem fyrst
og leyfa þar með Ijósi sögulegra viðburða að bregða birtu yfir hjer
sem annars staðar, til ánægju og fróðleiks.
Ritað í maímánuði 1924.
Margeir Jónsson.
Mjer er næst að halda, að skriðan hafi fallið litlu áður en Ævarsskarð
breyttist í Vatnsskarð — eða um 1300.