Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Qupperneq 45

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Qupperneq 45
Um nokkur eyðibýli og sögustaði í Helgafellssveit. 29. júní 1924 fór jeg upp í Helgafellssveit til þess að athuga eyðibýli og sögustaði þar. Fyrst fór jeg inn í sveit. Með mjer fór Jósafat Hjaltalín hrepp- stjóri, sögufróður maður og áhugamikili um fornleifar og fornminjar. Á leiðinni uppeftir skoðuðum við eyðibýlið Þorleifsstaði, það er fyrir ofan Saura, við innri enda Skjaldarvatns, norðan-undir klettaás. Þar sjer fyrir tveimur rústum mjög fornlegum. Jeg hygg efri rústina vera bæjarstæðið. Rústirnar eru svo útflattar að ekki er unt að mæla þær. Þaðan hjeldum við að Svelgsá. Þar býr Guðbrandur Sigurðsson hreppstjóri, maður sögufróður, athugull og nákunnugur. Hann sagði mjer, að þegar sljettað hafi verið í túninu þar, í suðvestur frá húsinu, hafi komið þar niður á mikið af smiðjugjalli og rauðablástri; sýndi hann mjer mola af honum, um 1 til IV2 kg. á þyngd. Þar er sljettað var heitir Bænhúsvöllur. Gat hann þess til að Bænahúsið hefði ver- ið bygt upp úr rauðablásturssmiðju. Frá Svelgsá slóst Guðbrandur í för með okkur. Fórum við fyrst innyfir Svelgsá, fyrir innan ána, móts við bæinn, er skýrt garð- lag í mýrarhöllum. Myndar garðlagið boga og virðast báðir endar garðsins hafa náð að ánni. Garðlagið er um 250 faðmar. Litlu ofar liggur annar garður bogmyndaður eins og hinn, ná endar hans að neðri garðinum. Þá vísaði Guðbrandur mjer á gamlar tóftir í Hrísanesi; þær eru skamt fyrir neðan veginn, sem liggur inn Hrísamela. Mýrlent er þar í kring sem tóftirnar eru, hefur áður verið skógi vaxið. Frá Hrísum er þetta venjulega kallað á Tóftum. Mætti geta þess til, að þar hafi bærinn Hrísar staðið til forna, en verið fluttur þangað er hann stend- ur nú; landslagið á þarna betur við nafnið. Bæjartóftin er 16 mtr. á lengd en 8 mtr. á breidd. Tveir milliveggir eru í tóftinni. Milli nyrðra gafls og næsta milliveggjar eru 6 mtr.; næsta bil eru 5 mtr. og syðsta bilið 5 mtr. Tóftin snýr frá útnorðri til landsuðurs. Um túnið eru til og frá tóftir af peningshúsum. Hefur síðar verið bygt ofan á sumar þeirra. Umhverfis túnið hefur verið garður. Að norðan, utan túngarðsins, eru tvær hringmyndaðar tóftir, allstórar; þær yirðast mikið yngri,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.