Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Qupperneq 47
45
Skamt frá ánni eru rústir fornlegar og mjög ógreinilegar. Önnur rúst
er norður-á túninu. Jeg hygg að vestari rústin sje bæjartóftin.
Nokkru neðar með Svelgsá, við foss, sem nú er nefndur Tröll-
konufoss, — en jeg ætla að hann hafi áður heitið Svelgur og áin
tekið nafn af honum, því fossinn fellur í svelg mikinn, — þar við
fossinn hefur verið býli. Tún hefur verið stórt og girt.
Tóft er syðst í túninu, skamt frá túngarðinum; hún snýr frá norðri
til suðurs. Er suðurendi tóftarinnar vel skýr. Breidd tóftarinnar er
VI* mtr., en lengd er ekki unt að ákveða, því norðurendi hennar
hverfur í stórþýfi. 7 mtr. frá suðurgafli er milliveggur, en dyr á hon-
um við austur-hliðvegg. Milliveggur þessi er glöggur. Við grófum
í afhústóftina. Á 40 cm. dýpt kom niður á viðarkolaösku og mó-
eða tað-ösku; þar undir voru hellur með eldslit. Grófum þá nokkru
lengra og sáum, að þetta var bálkur, 1,40 mtr. á breidd, en 15 cmtr.
neðar kom glögg gólfskán, sýndist vera mjög troðin. Þetta er lík-
lega skálatóft, því hjer er varla um hoftóft að ræða. í aust-norður
frá þessari tóft, eru aðrar tóftir mjög óglöggar. Nær því í miðju
túninu er stór ferhyrnd tóft 9 mtr. á hvern veg. Nafnið á eyðibýli
þessu er gleymt, • en mjer þykir líklegt að það hafi heitið að Fossi.
Þá er Arnkell goði elti þræla Snorra goða, segir svo í Eyrbyggja-
sögu: »ok gat farit þá út frá Svelgsá milli ok Hóla . . . fell hann
þar sem nú heitir Hauksá«. Vegurinn liggur nú fyrir ofan túnið á
Svelgsá, og svo út melana yfir Hauksá, út á svo kölluð Hólahvörf,
nokkru fyrir ofan bæinn á Hólum. Jeg hafði áður tekið eftir því, að
talsverðum spöl neðar lágu troðningar yfir ána; nú aðgætti jeg þetta
betur. Beint á milli Hóla og Svelgsár eru skýrir troðningar, bæði að
ánni og eins frá henni, og sjer fyrir þeim þar sem þurlent er víðar.
Gegnum túnið á Svelgsá lágu traðir, sem nú er búið að sljetta. Einn-
ig lágu traðir gegnum túnið á Hólum frá ausíri til vesturs; þaðan
hefur vegurinn legið vestur ásana, gegnum Brautarskarð, að Saurum
í Brautarskarði sjer glögt fyrir mörgum troðningum. Jeg ætla því'
að vegurinn hafi fyrrum legið þarna og Haukur fallið við þetta gamla
vað. Ekki gat jeg fundið dys Hauks eða líkindi til þess. En h. u. b.
100 föðmum austur frá ánni, nær Svelgsá, er upphækkun; en mjer
þykir ólíklegt að það sje haugur Hauks. Jeg hygg jafnvel að hans
sje ekki að leita á þessum slóðum. Álykta jeg það meðal annars af
því sem Þorleifur kimbi segir að haustboðinu að Helgafelli er þar var
talað um mannjöfnuð, er hann segir: »Hví þræta menn um slíka hluti
er allir megu sjá, hversu er«. Og er hann fær orðum sínum stað,
segir hann ennfremur, »en engir liggja heimamenn Arnkels ógildir