Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Síða 51
Dys við Kápu hjá Þórsmörk.
Síðastliðið vor fann Guðmundur bóndi Jónsson í Háamúla í Fljóts-
hlíð mannsdys og hestsdys uppblásnar á stað þeim á Almenningum,
norðan við Þórsmörk, þar sem nefnt er Kápa. — Staðurinn er kunnur
af lýsingum þeirra Kr. Kálunds í Isl. Beskr. I, bls. 261, Sigurðar Vig-
fússonar í Árb. 1888—92, bls. 38, og Brynjólfs Jónssonar í Árb. 1907,
bls. 17. — Guðmundur bóndi fór rjett með fund sinn, hreyfði ekki
við neinu, en skýrði sýslumanni frá og hann síðan stjórnarráði, Fimtu-
daginn 27. þ. m. fór jeg og Guðmundur bóndi með mjer að athuga
þessar dysjar. Var komið að kvöldi er við komum að þeim og lágum
við í tjaldi í Hamraskógum á Þórsmörk um nóttina, en framkvæmd-
um rannsóknina næsta morgun. — Staðurinn hefur á síðari tímum
verið nefndur Kápa, vegna kápumyndaðrar jarðtorfu, sem þar var þá
enn eftir óblásin á örfoka hæð eða holti norðanfram með Þröngá.
Af þessari torfu er nú lítið eitt eftir, að eins fáeinir fermetrar, og
voru dysjarnar sunnanundir henni. Voru þær nú í miklum halla og
hafði vindur og vatn hjálpast að því að róta þeim og eyða. Grjótið
7