Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Side 52

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Side 52
50 þeim hafði oltið frá að miklu leyti og lá í dreif niður frá þeím. Aðrar grjótdreifar, fám metrum austar og vestar, sýndu að hjer höfðu verið fleiri dysjar, en þær voru nú örfoka. Torfan og dysjarnar eru nokkur hundruð metra útsuður frá leifum af bæjarrúst, sem er ofar á hæðinni. Brynjólfur frá Minna-Núpi gat þess til (í Árbók Fornl.fjel. 1907) að þar hefðu verið Steinfinnsstaðir þeir, sem nefndir eru í Land- námabók1); þykir mjer tilgátan rjett. Steinfinnur var bróðir Ásbjarnar Reyrketilssonar og námu þeir bræðurnir land »fyrir ofan Krossá og fyrir austan Fljót«. »Ásbjörn helg- aði landnám sitt Þór og kallaði Þórsmörk«. — Ketill sonur hans átti Þuríði, systur Njáls á Bergþórshvoli. Leifar af rúst Þuríðarstaða, þar sem Ásbjörn mun hafa búið fyrstur, eru útsunnantil á Þórsmörk. — Landnám Steinfinns hefur verið Almenningar, sem nú heita svo og tilheyra Eyfellingum sem afrjettur. Segir í Landnámabók, að ekki manna sje frá Stein- finni komið, og hefur landnám hans því að líkindum farið í eyði er hann dó og orðið þá eða snemma »almenningar«. Má gera ráð fyrir að dysjarnar hjer skamt frá bæjarrúst- inni hafi verið Steinfinns og heimamanna hans og frá mið- biki 10. aldar, þareð hann og þeir bræður hafa numið land seint á landnámsöld. Bein þau, er fundust í mannsdysinni, sýndu að þar hafði verið dysjaður mjög aldraður maður, fremur lágur vexti. Lega beinanna benti helzt til, að hann hefði setið í haugnum og undan brekkunni, horft mót suðri, yfir á Þórs- mörk. Til vinstri handar honum hefur þá hestur hans verið dysjaður, svo nærri, að oddurinn af spjóti hans fanst nú í hestsdysinni. Spjótsoddur þessi er með einkar fallegri gerð, frá ofanverðri víkingaöld, en er nú gagnbrunninn af ryði og stökkur sem viðarkol. Af gripum fanst auk hans hnappar 3 hnöttóttir, brugðnir úr silfurþræði. Munu þeir næsta fá- sjeðir og veit jeg enga slíka. Jurtarætur smágerðar og ör- fínar loddu við einn þeirra; við nákvæma athugun með smásjá hef jeg orðið var við í þeim smábúta af gullnum, yfirspunnum þræði, eins og þeim sem nú er kunnastur hjer í baldýringu. Hefur karl borið gullsaumað, gullofið, eða gullskotið klæði nokkurt. Er slíkra klæða oft getið í forn- um sögum, en ekki er mjer kunnugt um, að fundist hafi *) Hina sömu skoðun hafði Kr. Kálund látið í ljós áður í Isl. Beskr. I. bls. 261.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.