Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Qupperneq 65

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Qupperneq 65
63 Íítils háttar. Hóimi er austur af þeim norðan-til, kallaðúr Einarsvogs- flaga (57). Hún er rjett á móti austari lendingunni í Einarsvogi. Vestarlega í Hríshólmunum heitir Gránuvogur (58), sem er þó ekki nema allbreið klettagjá, nokkrir tugir metra á lengd. Rif er yfir hann ofarlega, sem fellur yfir um stórstraumsfjöru, og lítil tjörn þar fyrir ofan. Þetta nafn er ekki mjög gamalt (um 60 ára). Magnús fóstri minn misti þar gráa hryssu; þar var hún dysjuð og þá fjekk vog- urinn nafnið. Nokkru vestar er hólmi, sem aldrei fjarar í, nema á leir- um, og heitir Tjaldaflaga (59). Guðmundur Daðason fyrnefndur sagði mjer, að þegar hann var hjá sjera Lárusi, þá hefði þessi flaga verið kölluð Jensflaga. Útsuður af Hríshólmunum er Snóksey (60), stór ey, mest-öll holt og smá flóasund á milli. Ekki fellur frá henni um smá- straum. Hólmar eru á rifinu fram í hana úr Hríshólmunum; ekki veit jeg til að þeir hafi haft nokkurt nafn; og tveir hólmar eru við Snóks- ey austanverða, háir og klettóttir; ekki voru þeir neitt kallaðir, nema stangir, kendar við Snóksey. Guðm. Daðason fyrnefndur sagði mjer, að sjera Lárus hefði átt reiðhest, sem hjet Snókur, og hefði hestur- inn mikið sótt fram í eyna, og eyin hefði fengið nafn af honum. Því miður hef jeg ekki gömlu örnefna-upptalninguna við hendina og vii því ekki segja frekar um þetta. En svo mikið er víst, að annan reið- hest átti sjera Lárus þegar hann dó, sem hjet Brúnn. Nokkru fyrir sunnan Hríshólmana er hár og stór hólmi, ef hólma skal kalla. Tvö rif eru þangað fram, og fellur á flestum flæðum á annað þeirra, en að eins á stöku stórflæðum á hitt. Þetta er Höfnin (61), lendingarstaður fornmanna. Sunnan-undir hæsta hnúknum á henni eru rústir af kofa, en þær eru ekki gamlar. í tíð Magnúsar fóstra míns, og man jeg vel eftir því, hafði Oddur gamli Ormsson í Fremri- Langey og víðar, og Eggert sonur hans í Fremri-Langey eftir hann, ýmsa karla þar til að verja tófu um varptímann fram í eyjarnar, því tvær Langeyjar-eyjarnar eru rjett hjá Höfninni, og höfðu þessir menn í mörg vor aðsetur sitt í þessum kofa. Jeg hef grun um, að Ormur gamli hafi fyrstur bygt þennan kofa, og það er víst, að hann hafði kofa fyrir sjálfan sig til að vera í um varptímann í annari þessari ey (Flatey), eftir að hann var kominn að Sælingsdalstungu. Nú er þessi kofi fyrir löngu orðinn að ómerkilegum rústum. Hár tangi gengur lengst til útsuðurs í Höfninni. Vestan-til við hann eru nokkurn veg- inn sljettar klappir; upp undan þeim eru mjög gamlar tóttir. Þetta munu vera búðatóttir fornmanna. Jeg hef ekki mælt þessar tóttir, en get til, að sú lengsta sje um 20 metrar á lengd; þær eru þrjár alls; hinar eru nokkuð styttri, en allar eru þær mjóar. Nokkru sunnar í Höfninni er sandvík; þar fyrir ofan sandinn á bakkanum er allmikið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.