Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Page 77

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Page 77
75 ist. Meðal annars hafa þeir sagt, hvar sjera Jón hafi verið veginn og er gefið i skyn, að það hafi verið í fyrsta áhlaupi eða skömmu eftir landgönguna. Sjera Ólafur verður ekki fyrstur til að skrifa um Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum. Kláus lögrjettumaður Eyjólfsson á Hólmum í Land- eyjum, bróðursonur sjera Ólafs, hefur ritað um það þegar næstu daga eftir sögusögn manna, sem komust undan. Frásögn Kláusar er prent- uð í »Tyrkjaráninu á íslandi« eftir ýmsum handritum, bls. 18—90. Hann segir glögglega frá vigi sjera Jóns og byggir á frásögn sjónar- votta. Hann gefur í skyn, að sjera Jón hafi verið veginn ekki miklu síðar en fyrsta landgangan var og þó ekki að morgni dags, því að hann kveður sjera Jón hafa sagt við vegandann, er spurði hann hví hann væri ekki í kirkju sinni, að þar hafi hann verið um morguninn. Jafnframt er helzt svo að sjá af frásögn Kláusar, að ræningjarnir hafi gengið á land að kvöldi dags. í einu handr., D,1) (þ. e. J. Sig. 80 8vo), er þó komist þannig að orði, að gefið er í skyn að landgangan hafi ekki farið fram um kvöldið, heldur nóttina eða árla morguns (þriðju- dagsmorguninn). Árið 1643 ritaði Björn Jónsson á Skarðsá bók sina um Tyrkja- ránið, eftir frásögnum þeirra sjera Ólafs og Kláusar og ýmsra annara. Hann segir skýlaust, að landganga ræningjanna hafi orðið þriðjudag- inn 17. júlí og sjest af frásögninni,2) að hann telur það hafa verið fyrri hluta dags. Þá telur hann sjera Ólaf tekinn. Skýrir hann frá atburðunum þennan dag í 20. kapítula, en í næsta kapítula skýrir hann frá atburðunum næsta dag (18. júlí) og segir þá frá vígi sjera Jóns. Þó má sjá af frásögn hans, að vígið hafi raunar orðið fyr eða mjög snemma eftir landgönguna. Hann segir nefnilega, að sjera Jón hafi flúið í það fylgsni, er hann var veginn í, þegar »í fyrstu, þá varð vart við ófriðinn«. — »Og sem hann var þar kominn, las hann og prjedikaði fyrir sínu fólki og huggaði það. Á meðal þess fólks var einn, sem var hans próventumaður. Sá hjet Snorri Eyjólfsson. Hann vildi ekki inn ganga í hellinn, heldur var hann sífeldlega úti fyrir hellisdyrunum, þó síra Jón honum inn skipaði. Og innan stundar gekk prestur fram í hellinn. Sá hann þá hvar blóðlækir runnu inn um hellisþakið. Gekk presturinn þá út og sá, hvar Snorri lá höfuðlaus fyrir hellismunnanum. Höfðu þá ræningjar sjeð hann og skutu af hon- um hötuðið, og hefur hann verið þeim skálkum svo sem ávísun til hellisins.--------Strax eftir þetta stefndu þessir blóðhundar að hellinum« — og vógu prest. 1) Tyrkjar., bls. 78. 2) S. st, bls. 259,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.