Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Síða 79
77
»Það hefur altaf verið á vitund manna hjer, hvar »bænhúsið« á Kirkjubæ
hefur staðið. Einnig eftir að það var notað fyrir heyhlöðu — um langt skeið —
var það altaf nefnt bænhús. En eftír að ábúandinn þar, sem nú er, Magnús
Eyjólfsson smiður, fluttist að jörð þessari (Staðarbænum), fyrir rúmum 30 árum,
notaði hann húsið fyrir smiðju. Ljet hann veggi hússins haldast, en reif austur-
gaflinn, sem var þykkur torfgafl, og má ætla að húsið hafi styst um 3—4 álnir
að utanmáli, frá því er það var síðast. En upp að húsinu hefur síðan verið
pældur kálgarður i mörg ár. Sagði Magnús mjer að hann hefði altaf, þegar
pælt var, komið niður á stein og haldið að það væri klöpp. En nú i ár var
orðið svo grunt á að hann, þann 20. þ. m., fór að moka ofan af henni og virt-
ist þá sjá mannaverk — stafi og strik — á henni. Datt honum í hug að þetta
gæti verið legsteinn og var hann svo hygginn að hreifa ekki við honum. Jeg
frjetti ekki af fundi þessum fyr en 23. þ. m., og höfðu þá nokkrir menn skoðað
steininn, en ekki getað lesið áletrunina. Jeg gerði strax Magnúsi orð um að
hreifa ekki við steininum; en morguninn þann 26. fór jeg að skoða hann og
með þvi að standa vestan víð steininn kom ártalið og nafnið greinilega fram,
eins og jeg skýrði yður þá strax frá í fóninum. Sama daginn fór jeg, og fjekk
með mjer sjera Jes A. Gíslason, — sem hjer er manna fróðastur og hefur mik-
inn áhuga fyrir fornmenjum, sem öðru — til þess að taka upp steininn, og kom
þá í ljós að steinninn var brotinn. Virtist að hann hefði sigið meir í austurenda,
með því að sá endi lá töluvert dýpra en bresturinn. Við suðurhlið mótaði fyrir
trje. Er hugsanlegt að hann hafi verið i kassa. Steinninn var því nær fyrir
miðju húsi og 1 meter austan við þann gafl, sem nú er, og fullyrðir Magnús að
hann muni hafa verið undir gaflinum, er hann reif úr hlöðunni.
Til þess að gefa yður gleggra yfirlit með skýrslu þessari, mældi jeg stærð
kirkjugarðsins, eins og menn nú þykjast vita með vissu að sje rjett, og sendi
jeg yður hjer með »skissu« (illa teiknaða) af garðinum, en vona þó að þjer
skiljið hana.
Efalaust hefur kirkjugarðurinn náð lengra vestur, þar sem vegur liggur nú
yfir eða vestar, Aður en vegurinn var lagður var mjó gata, — vestast á vegin-
um eða vestan við veginn — sem lá heim að bænum.
Það sem menn vita best, er að vesturgafl bænhússins var þvínær alveg í
sama stað og nú; enda bendir ýmislegt til þess. Lengd hússins hefur því verið
minkuð austan frá og finnst mjer ekki fjarri sanni að geta til að sjera Jón hafi
verið greftraður i kórnum eða fram af altari og steinninn lagður yfir gröfina
og varist svo lengi af því að hann hefur verið innanhúss. Sama grjóttegund
finnst hjer víða, sem i steininum er.
Jeg hefi sett krossmerki þar sem menn hafa orðið varir við mannabein.
Við krossinn vestan við eldbúsið var grafið fyrir áburðarfor, þar kom upp mik-
ið af beinum (fleiri hauskúpur), og á botni gryfjunnar heil beinagrind. Vestar
var enn grafið fyrir »for« og komu einnig mannabein þar upp. Síðar hefur eigi
verið grafið þar nálægt. Mold var tekin upp í norðaustur-horni kálgarðsins,
svo dálítil gryfja myndaðist; en þegar maður sá, er gróf, stóð í botni gryfjunn-
ar, datt hann niður upp fyrir hnje, því holt var undir; datt honum í hug, að þetta
myndi gröf vera og var gryfjan þá strax fylt upp og sljettað yfir eins og hinar
áðurnefndu grafir«.