Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Page 87
85
VI. Brjef formanns og fulltrúaráðs til Alþingis árið 1925.
(Fjelagið var af Alþingi 1924 svift styrk fyrir 1925).
Hið íslenska Fornleifafjelag.
Fyrir hönd Fornleifafjelagsins leyfum vjer undirritaðir oss hjer
með að sækja um 800 kr. styrk úr ríkissjóði handa því næstkomandi
ár, svo sem það hefur haft að undanförnu.
Fjelagið hefur starfað síðan 1880 og gefið út árbók sína fyrir
hvert ár, en hefur engin tök á að halda þvi áfram, nema með styrk.
En verði Fornleifafjelagið að hætta útgáfu þessa eina fornfræðilega
ársrits á íslensku, þá er að likindum þvertekið fyrir útgáfu slíks rits
hjer á landi og jafnframt úti um sjálft fjelagið.
Munu fleiri en fjelagar Fornleifafjelagsins, utan lands og innan,
telja það mjög illa farið, ef til þess kemur, að þetta gamla og merka
fjelag verði að hætta störfum sínum og líða undir lok fyrir þær sakir.
Reykjavík, 26. febrúar 1925.
(Alþingi 1925 veitti fjelaginu aftur 800 kr. fyrir 1926).
VII. Stjórn Fornleifafjelagsins við árslok 1926.
Embættismenn:
Formaður: Matthías Þórðarson, þjóðminjavörður.
Skrifari: Ólafur Lárusson, prófessor.
Fjehirðir: Sjera Magnús Helgason, skólastjóri.
Endurskoðunarmenn: Sigurður Þórðarson, fv. sýslumaður.
Eggert Claessen, bankastjóri.
Varaformaður: Sjera Magnús Helgason, skólastjóri.
Varaskrifari: Dr. Páll E. Ólason, prófessor.
Varafjehirðir: Pjetur Halldórsson, bóksali.
F u 111 r ú a r:
Til aðalfundar 1927: Einar Arnórsson, prófessor.
Dr. Sigurður Nordal, prófessor.
Sjera Magnús Helgason, skólastjóri.
Til aðalfundar 1929: Dr. Hannes Þorsteinsson, þjóðskjalavörður.
Dr. Páll E. Ólason, prófessor.
Ólafur Lárusson, prófessor.