Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Blaðsíða 4
8
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ar til umhirðu, með því að ella væri hætta á, að munir spilltust eða
færu forgörðum.
Ákvæði 1. málsgr. taka til allra muna, sem menn hafa notað eða
mannaverk eru á, og einnig til leifa af líkömum manna eða dýra, sem
finnast í fornum haugum, dysjum eða leiðum.
Allir munir, sem grein þessi fjallar um, eru eign ríkisins. Þeir skulu
varðveittir í Þjóðminjasafni íslands, en þjóðminjavörður getur þó
falið byggðasafni varðveizlu slíkra muna, ef sérstaklega stendur á.
18. gr.
Greiða skal finnanda útgj öld, sem hann hefur haft vegna fundarins.
Nú finnst forngripur úr gulli eða silfri, þar á meðal ef um gullpen-
inga eða silfurpeninga er að ræða, og skal þá meta málmverð hiutar-
ins og leggja ofan á 10 af hverju hundraði. Skal annar helmingur
matsfjárhæðar greiddur finnanda, en hinn landeiganda.
Útgjöld samkvæmt grein þessari skulu greidd úr ríkissjóði.
19. gr.
Ekki má flytja úr landi neina muni eða gripi, sem eru eldri en 100
ára, nema þjóðminjavörður leyfi. Skiptir ekki máli, hvort gripur er
í einkaeign eða opinberri eign. Leiki vafi á um aldur hlutar, úrskurð-
ar þjóðminjavörður. Þá getur þjóðminjavörður með samþykki
menntamálaráðuneytisins hindrað útflutning yngri gripa en hér er
kveðið á um, ef þeir þykja sérstaklega merkilegir.
III. KAFLI
Kirkjugripir og minningarmörk.
20. gr.
Þjóðminjavörður setur á skrá þá kirkjugripi, sem varðveittir eru í
kirkjum landsins og hann telur skráningar verða vegna sögulegs eða
listræns gildis þeirra.
Þjóðminjavörður setur einnig á skrá þá legsteina eða önnur minn-
ingarmörk í kirkjugörðum landsins, sem hann telur rétt að vernda
af framangreindum ástæðum.
21. gr.
Munir, sem á skrá eru teknir samkvæmt 20. gr., eru friðhelgir.
Óheimilt er að raska þeim éða spilla. Ekki má heldur farga þeim né
fl'ytja þá burtu, nema leyfi þjóðminjavarðar komi til.