Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Side 146
150
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Kristín Guðmundsdóttir, R; dr. Haraldur Matthíasson, Laugarvatni;
Svavar Sigmundsson, R; Jónas Helgason, Grænavatni, S.-Þing.;
Vivian Goodwin, Kaliforníu; Eiríkur Benedikz sendiráðunautur,
London; Ragna Stefánsdóttir, R; Þorbjörg R. Pálsdóttir, Gilsá, S.-
Múl.; Leó Guðlaugsson, Kóp.; Arthur Vaag, Rípum, Danmörku; Guð-
laug Stefánsdóttir, Strönd, V.-Skaft.; Ingólfur Davíðsson, R; Ólafur
Þorvaldsson, R; Elsa Margrét Þórsdóttir, R; Gunnar Hjaltason, Hafn-
arf.; Hólmfríður R. Árnadóttir, R; Dr. John Fiske, R; Pétur Guð-
mundsson frá Ófeigsf., Kóp.; Sigríður Haraldsdóttir, R; Gísli Gests-
son, R; Ráðherrabústaðurinn, R; Landsbókasafn, R; Guðbrandur
Magnússon, R; Helga Kristjánsdóttir, Silfrastöðum, Skag.; Skúli
Helgason, R; Þjóðskjalasafnið, R; Guðrún Sigurðardóttir, R; María
Guðmundsdóttir, R; Þórður Þórðarson frá Hvammi, Eyf.; Seðlabanki
íslands, R; Egill Ólafsson, Hnjóti, V.-Barð.; Gísli Sigurðsson, Kefla-
vík; Jón Guðmundsson, Sveinseyri, V.-Is.; Jóhann Pálsson, Skeggja-
stöðum, N.-Múl.; dr. Kristján Eldjárn, Bessastöðum; Þorsteinn Thor-
arensen, R.
ÞjóSháttadeild.
Á árinu var aðeins send út ein spurningaskrá frá þjóðháttadeild,
og er það vegna þeirra breytinga á starfsliði safnsins, sem áður hefur
verið gerð grein fyrir. Spurningaskrá sú, sem send var út, Ull og tó-
vinna IV, fjallar um ýmsar fínni gerðir vefnaðar, og er liður í heim-
ildasöfnun um tóvinnuna, sem hófst árið 1965 með útsendingu spurn-
ingaskrár um rúning. Er nú senn lokið þessum þætti, en þó er eftir
að senda út skrá um prjón og fatasaum.
Að öðru leyti hefur efnissöfnun verið háttað á sama hátt og áður.
Þórður Tómasson hefur dvalizt tíma og tíma í safninu við störf í
þágu deildarinnar, og einnig hefur hann farið um meðal fólks bæði
hér í borginni og á Suðurlandi og aflað heimilda með persónulegum
viðtölum við fólk. Hefur þjóðháttasafnið þannig auðgazt allmikið af
heimildum, bæði skráðum og á segulböndum.
Á árinu voru færðar 100 færslur í aðfangabók deildarinnar, og var
tala skráðra heimilda við áramót alls 1485 nr. Eru þetta bæði svör
við ákveðnum spurningaskrám og annað efni, og eru oft heilar syrpur
í hverju númeri.
Starfsskilyrði við deildina bötnuðu að mun, er hún fluttist í nýjar
vistarverur á neðstu hæð hússins. Þar er góð vinnuaðstaða, enda hægt
að hafa sjálft heimildasafnið í sama herbergi og unnið er í, og er það
til mikils hagræðis.