Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Blaðsíða 48
52
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
stönglunum. Aðrar smágreinar eru í brúnum aðalstönglanna, og ligg-
ur þá blaðið, sem þær enda á, ögn inn á stöngulinn. Öll blöð eru þrí-
skipt nema það sem efsti undningurinn endar á, það virðist hafa verið
fimmskipt. Öll eru þessi blöð lík, en á sumum er miðblaðið tiltakan-
lega miklu stærra og bjúgara en hliðarblöðin. Miðrák sést aðeins á
einu þessara blaða. Á einum stað er hugsanlegt, að tvö þrískipt blöð
séu saman þannig að annað liggi að nokkru ofan á hinu, en víst er
þetta ekki. Tvöföld innri útlína sést á einum stað, en er ekki einkenn-
andi fyrir skurðinn. Innan í uppundningunum eru dýr, ljón og dreki,
sem fléttað er og brugðið í greinarnar.
öll eru þessi einkenni eða efnisatriði áður vel þekkt. En ótalið er
enn eitt atriði, sem kemur á óvart, en það eru beinu greinarnar, sem
hér að ofan voru kallaðar kylfulagáðar vegna vöntunar á betra orði.
Sams konar mun vera fágætt í íslenzkri skreytilist. Hin einkennin
eru hvert öðru dæmigerðara fyrir hinn „íslenzka stíl“ hjá frú Mage-
roy, verkið er eins og eftir pöntun. Við þekkjum það ekki áður í tré-
skurði, eins og bók frú Mageroy ber með sér, en við þekkjum mjög
svipað á mörgu öðru. Við sjáum það á drykkjarhornum eins og t. d.
Þjms. 4176 og jafnvel Velkenhorninu, revndar nokkuð frábrugðið,
enda kallar Matthías Þórðarson ski’autverkið á báðum þessum horn-
um „í íslenzkum stíl“, án þess að hann skilgreini nokkurs staðar ná-
kvæmlega, hvað hann á við með þeim einkunnarorðum (Árbók 1915,
bls. 28, 31), og við sjáum það sérstaklega skýrt á drykkjarhorni, sem
Listiðnaðarsafnið í Ósló eignaðist árið 1950. (Kunstindustrimuseet i
Oslo. Árbok 1968—69, bls. 49). Enn fremur eru uppundningar og
greinar og blöð af sömu gerð og skipan í hannyrðum eins og t. d.
altarisklæðinu frá Draflastöðum og útsaumáða dúknum frá Skarði á
Skarðsströnd. En einkum og sér í lagi eru þó handritalýsingar gjöf-
ular á samanburðarefni. Ellen Marie Mageroy hefur bent á allmörg
handrit, sem í eru skreytingar í þessum stíl, og fer þar eftir Icelandic
Illuminated Manuscripts. Vitnar hún í myndblöð 7d, 32c, 35b-c, 46c,
49b, 51a, 52a, 60-68, 69, 75, 77b, 78. Allt eru þetta mjög þekkt hand-
rit, og eru sum talin frá fyrri hluta 14. aldar, önnur frá seinni hluta
14. aldar, sum eru talin frá 15. öld, eitt frá seinni hluta 15. aldar. Ekki
eru lýsingarnar í öllum þessum handritum jafngóðar til samanburðar
við Skjaldfannarfjölina, þótt rétt sé, að efnisatriði hins íslenzka stíls
séu auðþekkjanleg í þeim öllum. Mestan skyldleika við Skjaldfannar-
fjölina sýna Postula sögur, AM 6561, 4to (35b), tali'ð frá byrjun 14.
aldar, Jónsbók, Ledreborg 318, 4to (77b), talið frá 15. öld, og Jónsbók,
AM 160, 4to (78), talið frá seinni hluta 15. aldar. Ef þessar tíma-