Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Blaðsíða 118
122
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
eftir Hallgrím einnig. Þetta telur frú Magerey óhugsandi, og ég
er henni sammála. Það hefur lengi verið til umræðu í Þjóðminja-
safninu, hvernig þetta kynni að vera vaxið: tveir hópar gripa, báðir
með mjög sterkum einstaklingseinkennum, eru nefndir til sem verk
sama manns, Hallgríms Jónssonar, reyndar hvorugur með sannfær-
andi rökum. Það má þó heita nokkurn veginn víst, að sá hópur, sem
t. d. Valþjófsstaðabekkurinn er fulltrúi fyrir, sé eftir Hallgrím, og
frú Mageroy á heiður skilinn fyrir að benda á erlendar fyrirmyndir,
sem hann hefur stuðzt við. Óþekktur verður þá enn hinn stórvirki
og listfengi „smákunstner", sem hlýtur að hafa verið lærður tréskeri,
en vann þó í stíl, sem varla verður bent á fyrirmynd fyrir. Bágt á
ég méð að trúa því, að ekki sé hægt að særa hann fram úr fylgsni
sínu, ef hart væri að honum sótt úr öllum áttum, og hef ég reyndar
lengi ætlað mér að gera það. Mér hefur dottið í hug, hvort hann kynni
ekki að vera Jón Hallgrímsson málari, og hef raunar nokkuð fyrir
mér, sem til þess gæti bent, en gaman væri að gera hríð að þessum
merkilega manni einhvern tíma. Ekki saka ég frú Mageroy, þótt hún
geri það ekki, slíkt væri utan við ramma verks hennar. Fleiri ónafn-
greinda meistara frá 18. öld bendir hún á, en þá hygg ég aftur á móti
mjög torvelt mundi að nafngreina.
Bent er á, að þegar fram kemur á 18. öld, virðist tréskurður ekki
lengur vera neitt meiri á Norðurlandi en annars staðar, t. d. eru þá
Vestfirðir orðnir fullt eins drjúgir. Mér er ekki alveg ljóst, hvort sú
ályktun frú Mageroy yfirleitt sé rétt, að tréskurður hafi átt sér sér-
stakt griðland og arin á Norðurlandi allt frá fornöld og fram á 18.
öld, eða hvort misgóð varðveizla eigi hér sinn þátt og verði til þess
að blekkja. Þó hallast ég heldur að því með frú Mageroy, að það sé
naumast einleikið, hversu langmest er varðveitt á Norðurlandi langt
fram eftir öldum. Það verður varla hjá því komizt a'ð setja Norður-
land hér í nokkra sérstöðu.
Að lokum er svo rétt að vekja athygli á því merkilega atriði, að
lærðir tréskerar hafa bersýnilega verið orðnir fleiri á 18. öld en áður
var. Nú renna orðið tveir straumar í tréskurðinum, annar hinn gamli
alþýðlegi, hinn af fagmannlegri rótum runninn, en þó eru engin
skörp skil þeirra í milli. En þessi þáttur faglærðra tréskera hverfur
aftur, þegar fram kemur á 19. öld og fer að halla undan fæti fyrir
tréskurðinum.