Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Blaðsíða 122
KURT PIPER
KIRKJA HAMBORGARMANNA
í HAFNARFIRÐI
Allvíða hefur verið getið um söfnuði og kirkjur, sem Hamborgar-
menn stofnuðu til erlendis og útflytjendur eða kaupmenn stóðu straum
af. Ein slík kaupmannakirkja var í Hafnarfirði á íslandi.
Hafnarfjörður er á suðvestanverðu landinu, og er strandlengja þar
harla vogskorin. Staðurinn er sagður hafa verið einhver mikilvæg-
asti verzlunarstaður á Islandi á 15. og 16. öld. Bæði Englendingar og
Þjóðverjar sóttust fast eftir honum, enda er þar gó'ð náttúrleg höfn
og þægileg veðrátta. Hafnarfjörður er nefndur í fyrsta sinn 1391, en
1486 er hans fyrst getið sem verzlunarstaðar Hamborgarmanna. Þeir
kaupmenn og skipstjórar í Hamborg, sem lögðu stund á íslandssigl-
ingar, höfðu allar götur fyrir 1500 bundizt samtökum í svonefndu Is-
landsfarafélagi, en 4. apríl 1500 sameinuðust þessi samtök bræðrunum
í Klaustri heilags Jóhannesar, og nefndist það bandalag síðan „Sunte
Annen Broderschop der Islandessfahrer“. Þetta samband íslandsfar-
anna við klaustur heilags Jóhannesar hélzt þó ekki lengi, og þegar á
árinu 1513 eignaðist bræðralagið St. Önnu-kapelluna í viðbyggingu
Péturskirkjunnar. í „Sunte Peters Karckhoff“ kostúðu bræðurnir
grafreit, sem þeir héldu eftir að þeir létu kapelluna af hendi (1535).
Árið 1507 féllst ráðið á, að stofnuð væri bræðralagsbók, og elztu inn-
færslur hennar (1507—1508) hafa ásamt öðru geymzt í „liber divers-
arum fraternitatum“. Aðrar eldri innfærslur eru í „liber reddituum
Katharine 1455“. Annars eru allar bækur og skjöl bræðralagsins í rík-
isskjalasafninu í Hamborg. Gögn þessi eru flest skrifuð á lágþýzku,
og efniviðurinn í eftirfarandi athuganir er að verulegu leyti til
þeirra sóttur.
Um stærð og útlit kirkjunnar „in der Hanenforde“ verður ekkert
sagt með áreiðanlegri vissu, þar eð íslenzkar heimildir þegja einnig
um það efni, en aftur á móti er nokkuð um það vitað, hve lengi hún
stóð og hvers konar hús hún var.