Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Blaðsíða 107
tvær doktorsritgerðir
111
II. Ellen Marie Mageroy:
Planteornamentikken i islandsk treskurd.
Bibliotlieca Amamagnæana, Supplementum Vol. V—VI.
Kaupmannahöfn 1967.
1.
Það var ekkert áhlaupaverk, sem frú Ellen Marie Mager0y tókst
á hendur fyrir mörgum árum, þegar hún fór að rannsaka íslenzkan
tréskurð í heild. Hún átti þá heima í Reykjavík og byrjaði á að kynna
sér tréskurðinn í Þjóðminjasafni íslands, enda er þar að finna lang-
stærsta safn íslenzkra tréskurðarmuna, sem til er. En hún komst
fljótt að raun um, að nauðsynlegt var að leita einnig allt uppi, sem
til kynni að vera í erlendum söfnum. Fór hún þá að gera nákvæmar
skrár og lýsingar af öllu slíku, sem hún komst á snoðir um, og varð
það að ráði, að skrár þessar yrðu þýddar á íslenzku og birtar í Árbók
fornleifafélagsins smátt og smátt. Mun lesendum Árbókar kunnugt
um þessar skrár, sem birzt hafa í 8 heftum ritsins á árunum 1955—
1965, alls 384 blaðsíður með 114 myndum. Tréskurðarmunir þeir, sem
grein er gerð fyrir í þessum skrám, eru í Nordiska Museet, Stokk-
hólmi, Historisk Museum í Bergen, Norsk Folkemuseum á Bygdey,
Oslo Kunstindustrimuseum, Drammens Museum, Nationalmuseet í
Kaupmannahöfn, Victoria og Albert safninu í London, Hamburg-
isches Museum fiir Völkerkunde, Hamborg, og loks Ringkjobing
Museum, Danmörku. Ekki mun vera umtalsvert af íslenzkum tré-
skurðarmunum í öðrum erlendum söfnum. Alls eru í þessum skrám
527 hlutir.
Þegar frú Magerey hafði lokið þessari miklu yfirferð, kynnti hún
sér loks tréskurðarmuni í helztu byggðasöfnum landsins, og þar með
hafði hún það í höndum, sem til þurfti að freista þess að draga upp
heildarmynd af íslenzkum tréskurði frá upphafi til enda. Árangurinn
er hin mikla bók hennar Planteornamentikken i islandsk treskurd. En
stilhistorisk studie. I—II. Bibliotheca Arnamagnæana, Supplementum
Vol. V—VI. Kaupmannahöfn 1967. Rit þetta varði frú Mageroy fyrir
doktorsnafnbót við háskólann í Ósló 1969, og það er sannarlega kom-
inn tími til, að einhver grein sé gerð fyrir því frá íslenzku sjónar-
mi'ði og á íslenzlcum vettvangi.
Það er að vonum, að frú Mageroy hefur fundið til þess, að hún var
að vinna á lítt plægðum akri, enda kemur það fram í inngangsorðum